Stórgallað frumvarp um hælisleitendur komið fram.
25.8.2015 | 20:29
Stórgallað frumvarp um hælisleitendur er nú
komið fram. Að þverpólitísk samstaða sé um
málið á Alþingi, sækir að manni hroll. Enda
ástæða til! Engu líkara en No Borders hafi
samið það !
Furðulegast er að fulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknar skulu falla svona fyrir viltustu
draumum og viðhorfum vinstrimanna í þessum
viðkvæma málaflokki. Í ljósi algjörrar upp-
lausnar í Evrópu í dag og fyrirsjáanlegra
mikilli áttaka í álfunni vegna ólöglegra
hælisleitenda. Sem Evrópusambandið er gjör-
samlega búið að missa stjórn á. Endanlega!
Það að Ísland er enn aðili að Schengen-ruglinu
gerir málið enn alvarlegra. Hriplek landamæri
Schengen þýða í raun hriplek landamæri Íslands.
Og nú á enn að bæta í betur og gera dyrnar að
Íslandi galopnar fyrir ólöglega hælisleitendur,
sem geta skipt þúsundum næstu árin ef fram
heldur sem horfir, með tilheyrandi ofurkostnaði
og illleysanlegum vandamálum fyrir Ísland.
Það að Ottar Proppé þingmaður skuli hafa verið
látinn hanna ruglið er í samræmi við frumvarpið.
Þingmaaðurinn sem hefur barist m.a fyrir því
að leggja nánast íslensk mannanöfn niður eða
afbaka! Augljóslega í ljósi þessa óskapnðar!
Nú hlýtur þjóðin að rísa upp og krefjast þjóðar-
atkvæðagreiðslu um stórmál þetta, verði það sam-
þykkt. Svona ofurrugl gengur ekki að þjóðinni
forspurði.
HÆGRI GRÆNIR eru eini stjórnmálaflokkurinn á
Íslandi sem hefur krafist úrsagnar úr Schengen.
Og hefur áréttað þá stefnu sína nýlega. Þá hefur
hinn nýji formaður flokksins, Helgi Helgason,
lýst andstöðu við frumvarpið.
Frumvarp þetta er í raun forkastanlegt, og
móðgun við íslenska þjóð. Miðað við ástand
heimsmála í dag og ekki síst ástandsins í
velferðarmálum á Íslandi. Þar sem þúsundir
Íslendinga eiga varla fyrir mat og eru á
götunni. Bókstaflega!
SKANDALL !!!!!!
Hætti að tala um hælisleitendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur Jónas - sem og aðrir gestir, þínir !
Engu ofaukið: í þessarri skilmerkilegu lýsingu þinni.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem endranær /
svarthamrar (IP-tala skráð) 25.8.2015 kl. 21:12
Takk svarthamar!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.8.2015 kl. 21:38
Sæll Guðmundur. Þetta er náttúrlega orðið algjört rugl og
við eigum að koma okkur sem fyrst úr Schengen.
Læt fylgja hér komment sem ég setti inná einn sem
var að fjalla um svipuð mál....
Já, en Alþingi ætlar að flytja inn 25 múslimska homma og 25
múslimska einstaklinga sem þurfa á sjúkrahjálp og umönnun
að halda. Þá geta þeir bent umheiminum á hversu góðir þeir séu og
segja, sko, sjáið,
„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. • Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“
Og svo er brosað og teknar myndir og allir hrósa hver öðrum
hversu góðir þeir séu og slengt svo fram að það ætti næst
að tvöfalda ef ekki þrefalda innflutning á svona fólki til
þess eins að sýna hversu rosalega góð við erum. Skál.
Skítt með fólkið sem byggir landið og hefur byggt upp
alla þá þjónustu sem þetta innflutta fólk á að fá svo
bara ókeypis á sama tíma og aldraðir og öryrkar hafa ekki í
sig og á. Þetta er náttúrlega ekkert í lagi.
En svona er Ísland í dag. Skömm þessarar vonlausu
stjórnmálastéttar pakks er mikil.
Við leysum ekki einu sinni okkar eigin
vandamál, heldur þarf að flytja þau inn líka.
Á meðan þessi glórulausa sýndarmennska viðgengst, þá er langt
í það að Ísland geti orðið sem það var fyrr á árum.
Okkur vantar stjórnmálamenn sem tala Íslensku og standa við sitt,
en ekki þetta froðupakk sem við höfum í dag.
M.b.kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 26.8.2015 kl. 05:52
Tek undir orð þín hér, Guðmundur Jónas!
Jón Valur Jensson, 27.8.2015 kl. 04:20
Burt með Schengen og það strax !
Bloggvinsr kveðja.
kristjan9
Kristján P. Gudmundsson, 27.8.2015 kl. 04:53
Er það bara ég sem sé fylgni milli stóraukinna fréttaskota af hörmungum flóttafólks og umræðan aðeins tækluð frá einni hlið við nýtt frumvarp um hælisleitendur ??
Er verið að nota fjölmiðla til að mýkja jarðveginn og sópa mögulegri andstöðu við frumvarðið í skuggann því enginn vill líta út sem kaldlynt skrímsli.. gæti það mögulega verið sannleikurinn ??
Runar Smarason (IP-tala skráð) 31.8.2015 kl. 18:50
Já, þetta er reynt, Rúnar, en heldurðu að þjóðin láti blekkjast? Í annað sinn á stuttum tíma væri þá reynt að láta hér að stjórn Evrópusambandsins um okkar málefni, en eins illa og það gafst í fyrra tilfellinu -- þátttöku í stórskaðlegu viðskiptastríði gegn Rússum -- þannig munu menn einnig sjá í gegnum þessar tilraunir og sætta sig ekki við annað en að allt komi í ljós um þær fjárhagsbyrðar, sem hér verður reynt að leggja á okkur, og hvernig stjórnvöld af ragmennsku þora ekki að sýna okkur hinn óviðráðanlega reikning!
Jón Valur Jensson, 1.9.2015 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.