Schengen-landamæri Íslands hriplek !

Utanríkisráðherra Austurríkis segir landamæri       
ESB, Schengen, ekki virka, þ.e.a.s eru hriplek.
Sem þýðir á mannamáli að Schengen-landamæri
Íslands virka ekki heldur, eru hriplek. 

Getur hálfvitahátturinn orðið meiri  meðal 
íslenskra stjórnmálamanna styðjandi Ísland í
þessu hripleka Schengen-rugli? Og það úti á
miðju Atlashafi! 

Horfandi á eyþjóðirnar Breta og Íra sem eyþjóðir
ekki í Schengen! Já sem eyþjóðir eins og Ísland!

Og bæta svo gráu ofan á svart, og láta No Borders
og Ottar Proppé og félaga galopna allar dyr  að 
Íslandi, með óheftu flæði ólöglegra hælisleitenda
inn í landið. Með himinháum kostnaði og fjárhæðum,
sem ekki eru til í hinu auma íslenska ,,velferðar-
kerfi" .

Já, hefur hálfvitahátturinn enginn takmörk hjá
íslenskum ráðamönnum og þingheimi í þessum málum?
Úr öllum takti við afgerandi vilja þjóðarinnar sbr.
skoðanakönnun á Útvarpi Sögu í dag!

Hjá okkur í Hægri grænum er málið hins vegar mjög
einfalt.Fylgjum eyþjóðunum Bretum og Írum. Ekkert
Schengen! Og hlustum ekki á No Borders heldur !


mbl.is Segir landamæragæslu ESB ekki virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf þurft að hafa vegabréf meðferðis til Schengen svæða ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 27.8.2015 kl. 22:34

2 identicon

Íranski hælisleitandinn sem hellti yfir sig eldfimum vökva í dag var búinn að fá hæli í öðru Evrópríki, svo að skv. Dublin-sáttmálanum ber Íslandi engin skylda til að veita honum hæli ofan í hitt hælið. Auk þess á hann víst við alvarleg geðræn vandamál. Síðastliðin ár hefur veið skorið gengdarlaust í geðheilbrigðissvið hér á landi og við getum ekki einu sinni annazt þá sem hér búa fyrir. Svo að það er ekki á bætandi.

Svo er líka rík ástæða til að kanna betur hvað fær fólk til að leita hælis hér á klakanum, hér á útnára alheimsins þar sem aðstæður eru sízt betri en í öðrum Evrópulöndum. Gæti það verið sú ranghugsun að geta smyglað sér með skip til USA og Kanada eins og ungu mennirnir frá N-Afríku sem sóttu um hæli hér fyrir fáeinum árum höfðu hugsað sér og reyndu án árangurs?

Þessi athugasemd mín gæti virzt kaldrifjuð, en ég er ekki að gera lítið úr leitan þessa íranska manns til að flýja heimaland sitt vegna persónulegra ofsókna. Og ef ég væri í hans sporum, myndi ég glaður taka tilboði um hæli í hvaða Evrópulandi sem er, þ.e. búsetja mig þar (ekki fylgir fréttinni um hvaða ríki er að ræða) og vinna mig upp þar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 28.8.2015 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband