Hægri grænir einir móti Proppé tillögunum

Svo virðist  sem Hægri grænir séu  eini
stjórnmálaflokkurinn  sem  eru á  móti
tillögum  Ottars  Proppés og félaga. En
sem  kunnungt  er komst þingnefnd  undir
hans forystu að sameiginlegri niðurstöðu
um málefni hælisleitenda og flóttamanna.

Þann 5.sept. s.l ályktuðu Hægri grænir að
lagafrumvarpið gangi í þveröfuga átt  við
þá stefnu flokksins,að segja upp Schengen
og endurskoða EES samninginn.


Í ályktuninni segir að frumvarpið ,,vill
opna allt upp á gátt og hafa tékkann óút-
fylltan".

Og ennfremur: ,,Við verðum að hafa vald
yfir því sjálf hverja við viljum bjóða
velkomna hingað og hverja ekki. Hægri
grænir telja að stjórnleysi blasi annars
við".

Svo er að sjá að  fjölmiðlar forðist að
vekja athygli á ályktunni, enda gengur
hún þvert á múgsefjun og lýðskrum þeirra
í stórmáli þessu.
 
Enn og aftur hafa Hægi grænir að undaförnu
sannað sérstöðu sína í íslenskum stjórnmál-
um. En ályktunina í heild má finna á www.xg.is

 www.xg.is 



mbl.is Þýskaland taki ekki á móti fleirum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hægri grænir eru sannarlega áhugaverður flokkur, en alla kynningu og auglýsingu virðist vanta.

Er laumuspilið einhverskonar herbragð með fullri vitund, eða gleymdist bara að ráða fjölmiðla fulltrúa?

Jónatan Karlsson, 7.9.2015 kl. 21:27

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Við erum litill og févana flokkur Jónatan, nýtum engra styrkja. Og allra síst ríkisstyrkja sem við teljum óheilbrigða. Buðum fram í síðustu kosningum sem kostaði sitt. Erum nú að endurskipulegga okkur upp á nýtt undir forystu nýs formanns okkar Helga Helgasonar. Og höfum s.l 2 mánuði verið að alykta um ýmiss hitamál og sent í fjölmiðla sem virðast reyna að þagga okkur niður. En við látum engan bilbug hafa áhrif á okkur og hvetjum allt þjóðholt borgarasinnað fólk að koma til liðs við okkur en allt um okkar er að finna á www.xg.is

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.9.2015 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband