Össur, þetta er ósatt !
8.5.2007 | 09:38
Það á ekki að líðast að stjórnmálamenn komi
fram fyrir þjóðina rétt fyrir kosningar með grófleg
ósannindi um mál sem varðar þjóðarhagsmuni.
Í Blaðinu í dag fullyrðir Össur Skarphéðinsson
þingflokksmaður Samfylkingar og oddviti hennar
í Reykjavik- norður að ef Ísland gerist aðili að
Evrópusambandinu muni það ,, ekki tapa neinum
aflaheimildum við inngöngu, hugsanlega auka
þær".
Fyrir liggur að t.d allir samningar varðandi út-
hafsveiðar við aðrar þjóðir fara á forræði ESB ef
við gerumst aðilar að sambandinu. Í slíkum sam-
ingum munum við klárlega missa töluverðar
aflaheimildir. - Þá hefur Össur og félagar ALDREI
útskýrt það fyrir þjóðinni hvernig koma á í veg
fyrir að erlendar ESB-útgerðir geti sölsað undir
sig kvóta af Íslandsmiðum með svokölluðu
,,kvótahoppi" sem hefur m.a rúsað breskum
sjávarútvegi. Við inngöngu Íslands í ESB munu
allir þegnar ESB-ríkja fá jöfn réttindi og Íslend-
ingar að eignast meirihluta í íslenzkum útgerðar-
félögum og þar með aflakvóta þeirra. Þannig gætu
Össur og félagar þurft að horfa upp á að stór
hluti aflans á íslenzkum fiskimiðum fari beint
á evrópskan markað án viðkomu í íslenzkri
höfn. Allur virðisauki og aðrir skattar af slíkum
afla hyrfu úr landi. Íslenzk fiskveiðilögsaga yrði
þannig opnuð fyrir útlendingum á ný. Forræði
yfir helstu auðlind Íslendinga væri þannig Í RAUN
komin úr þeirra höndum.
Það er alvarlegt þegar stjórnmálamenn reyna
að blekkja þjóðina, sérstaklega þegar um er að
ræða þjóðarhagsmuni. - Slíkum stjórnmálamönn-
um ber að refsa, og það harðlega !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála, þarf að svara þessari ábyrgðarlausu fullyrðingu af fullri hörku. Mér finnst vanta fólk sem hefur andmælt því að vilja selja lífsviðurvæi sitt öðrum þjóðum.
Alltaf hafa verið til menn sem hafa viljað slíkt hið sama í sögu okkar.
Þegar Noregskonungur vildi fá aðsetur í Grímsey forðum fyrir hermenn sína vildu margir samþykkja. Einar Þvereyingu foringi Norðlendinga brást við hart og skynsamlega. Orð hans urðu fleyg og eru enn í minnum höfð: "Skyldi mörgum kotbóndanum ekki þykja þröngt fyrir dyrum ef herlið konungs situr í Grímsey".
Beðnin var felld umsvifalaust þegar bændur skyldu að þeir yrðu að skaffa hernum lífsviðurværi í harðbýlu landi, ekki einu sinni nóg fyrir alla ef illa áraði.
Gæti orðið eitthvað svipað ef skrifræðið í Brussel skaffaði okkur kvóttann. En svona hefur bæði nýi og gamli jafnaðarmannflokkurinn alltaf hugsað því miður.
Með kveðju og takk fyrir góða athugasemd.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 8.5.2007 kl. 09:53
Sumir stjórnmálamenn halda að þeir komist upp með það að ljúga
eins augljósum hlutum og þessum. Það liggur fyrir að göngum við
í ESB gegngur kvótinn á Íslandsmiðum kaupum og sölum innan
sambandsins. Það er EKKERT sem getur komið í veg fyrir það.
Fiskimiðin okkar GALOPNAST öðrum ESB þjóðum á þann hátt.
Þess vegna er Samfylkingin hætturlegur flokkar. Kratar hafa
ætið verið hættulegir þegar þjóðfrelsið og þjóðlegir hagsmunir
Íslendinga eru annars vegar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.5.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.