Samfylkingin og kvótahoppið


    Samfylkingin vill að Ísland gangi í ESB. Við
inngöngu Íslands í  ESB munu allir þegnar 
ESB öðlast sama rétt og Íslendingar að kaupa
hluti í íslenzkum útgerðum. Þannig kæmust
útlendingar bakdyramegin inn í okkar dýrmætu
fiskveiðilögsögu og gætu hafist handa við að
kaupa upp kvótann af íslenzkum fiskimiðum.
Þetta er nefnt kvótahopp sem m.a hefur lagt  
breskan sjávarútveg í rúst. - Samfylkingin
hefur ENGIN svör við því hvernig hún ætli að
koma í veg fyrir slíkt kvótahopp. . Enda ekki
hægt því frjálsar fjárfestingar innan ESB er
ein af grundvallarstoðum Rómarsáttmála
þess.

   Samt vill Samfylkingin koma Íslandi inn í
ESB, þrátt fyrir að Íslendingar misstu við það
allt forræði yfir sinni aðal auðlind. Íslenzkir
kjósendur verða að hafa þetta í huga þegar
kosið verður 12 maí s.l.  -  Samfylkingin er
mesta auðlindarfórnari Íslandssögunar fái
hún að koma sínum áformum í framkvæmd.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna grunar mig að þú talir gegn betri sannfæringu þar sem það hefur alltaf komið skýrt fram að Samfylkingin mun ekki leggja til að við munum ganga í ESB nema haldafullum yfirráðum yfir auðlindum hafsins. Við vitum ekki hvort það sé möguleiki nema að fara í viðræður og kanna það.

Eins og í lottóinu: Miði er möguleiki 

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við höfum ekkert um kvótan að segja í dag. Gróðinn af honum fer á nokkra  manna hendur að mestu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.5.2007 kl. 21:49

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er enginn munur á því fyrir þessa þjóð varðandi afraksturinn af sjávarauðlindinni hvort hún er í eigu Samherja eða....t.d. Youngs BlueCrest, almenningi má vera slétt sama eins og málum er komið í dag.... Þar fyrir utan er þetta Framsóknarrugl....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.5.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður. Þótt Ísland fengi áfram yfirráð yfir fiskimiðunum við inngöngu í ESB að FORMINU TIL þá yrði sú grundvallarbreyting frá
því sem nú er að erlendar útgerðir gætu keypt sig inn í íslenzkar
útgerðir og þannig komist inn í  íslenzka fiskveiðilögsögu og keypt
kvótann.

Magnús og Hafsteinn. Í dag fer allur virðisauki af fiskimiðunum
í íslenzkt þjóðarbú. Á því yrði grundvallarbreyting ef útlendingar
fá að eignast fiskimiðin með tíð og tíma.

Hafsteinn. Þú mátt kalla þetta hvað sem er. En það merkilega er
að þið kratar hafið aldrei getað skýrt hvernig þið ætlið að koma
í veg fyrir kvótahoppið með inngöngu í ESB. Það er VÍTAVERT
nema ykkur sé fjandans sama og dýrmætustu auðlind Íslendinga.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.5.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband