Vinstrimennska í hnotskurn


     Samfylkingin og Vinstri-grænir eru helstu
stjórnmálaöfl vinstriaflanna á Íslandi í dag.
Ef þessi pólitísku öfl hefði fengið að ráða
væri framtíð Íslands ekki björt.

   Framtíðaráform Samfylkingarinnar er að
stórskerða fullveldi og sjálfstæði Íslands með
því að Ísland gerist aðili að ESB. Fiskimiðin
helsta auðlind Íslendinga færi á kvótaupp-
boð þar sem allir þegnar ESB  hefðu sama
rétt og Íslendingar til að kaupa kvóta og fisk-
veiðiheimldir á Íslandsmiðum. Íslenzk fisk-
veiðilögsaga yrði þannig opnuð útlendingum
til afnota. - Með inngöngu í ESB yrði Íslandi
bannað að gera sjálfstæða viðskiptasamninga
við önnur ríki utan ESB. Þetta myndi stórskaða
viðskipahagsmuni Íslendinga um heim allan.
Þá vill Samfylkigin taka upp FAST-gengi með
upptöku evru sem myndi stórskerða aðlögunar-
hæfni íslenzka efnahagskerfisins við íslenzkar
aðstæður. Atvinnuleysi og stöðnun yrði daglegt
brauð. Þá yrði í framtíðinni sjálfstæð utanríkis-
og varnarstefna úr sögunni því hvort tveggja
myndi falla á forræði sameiginlegrar stefnu ESB
í þeim málum.

   Vinstri-grænir vilja stöðnun á næsta öllum
sviðum með sinni sósíalisku hugmyndarfræði og
forræðishyggju. Hagvöxtur myndi verða enginn
heldur yrði stöðnun og kreppa afleiðingin eins
og hvarvetna þar sem sósíalismi hefur ráðið
för. Íslenzkt þjóðarbú hefði þannig orðið af
hundruðum milljörðum á s.l árum sbr. einka-
væðingin og útrásin sem VG voru á móti.  Þá
er stefna VG í þjóðaröryggismálum Íslands
ábyrgðarlaus með öllu þar sem VG vill gera
Ísland eina ríki heims berskjaldað og varnar-
laust.

    Vinstrimennska hefur aldrei verið neinni þjóð
til góðs. Frakkar höfnuðu henni nú síðast í frönsku
forsetakosningunum. - Íslendingar gera það n.k
laugardag!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband