Kjósum Framsókn !


    Mikilvægt er að allir þeir sem vilja áframhaldandi
hagvöxt og uppbygingu í íslenzku samfélagi næstu
árin kjósi það stjórnmálaafl sem best er treystandi
til að halda þeirri framþróun áfram.  Framsóknarflokk-
urinn er það stjórnmálaafl sem ég treysti best til
að stjórna íslenzku samfélagi, enda elstur allra
íslenzkra stjórnmálaflokka, og hefur því mestu og
bestu reynsluna.  Framsóknarflokkurinn er þjóðlegt
umbótaafl sem standa vill vörð um íslenzka menningu
og fullveldi.  Undir sterkri stjórn Jóns Sigurðssonar
sem ég ber mikla virðingu fyrir hvet ég kjósendur að
kjósa Framsóknarflokkinn.  -  Sérhvert atkvæði skiptir
máli!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Aldur hefur lítið að gera um ágæti flokka.Framsóknarfl.hefur eins og aðrir flokkar gert marga góða hluti,en í samstarfi við íhaldið hefur flokkurinn sagt skilið að mestu við samfélags - og félagsmál og tekið upp óhefta frjálshyggju og samstarf við íhaldið  um auðhyggju og einokrunarstefnu samanber olíu - og tryggafélög o.fl.Kvótamálin,upptaka á sameign þjóðarinnar,sem hafa m.a.gert fasteignir í sjávarbyggðum umhverfis landið verðlausar og ákvörðunartaka Davíðs og Halldórs í Írak málinu er meira en nóg til að að hafna Framsóknarfl.Flokkurinn þarf frí til að endurnýja sig og hætta að vera hjáleiga íhaldsins.

Kristján Pétursson, 12.5.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kristján. Allt þetta sem þú telur upp sem löst Framsóknar ( sem ég
er algjörlega óssammála) er hjóm eitt á við það ef áform ykkar krata að koma Íslandi inn í ESB komist í verk. Þá fyrst mun hið MIKLA KVÓTABRASK verða til þegar ESB-útgerðarauðvaldið fer að kaupa upp kvótann af Íslandsmiðum.

Tel  Sjálfstæðisflokkin mun betri  samstarfsaðila en ykkur kratanna sem vilja stórskerða fullveldi Íslands og sjálfstæði með inngöngu
í ESB.  Mun ALDREI fella mig við ríkisstjórn þar sem kratar eða
kommar eiga aðild að.
o

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.5.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband