Sósíaldemókrataisminn grasserar í Sjálfstæðisflokknum !

Er það tilviljun að fréttamaður Stöðvar 2
skyldi spyrja formann þingflokks Sjálfstæðis-
floksins ,,í beinni" í kvöld hvort flokkurinn
væri orðinn krataflokkur?

Nei vitaskuld var það ekki tilviljunn! Jafnvel
þótt þessi formaður þingflokksins hafi ætíð
verið með stórt sósíaldemókrataískt hjarta.Enda
neitaði Ragnheiður formaður  ekki spurningunni.

Innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætíð sterk
sósíaldemókrataísk öfl ráðið þar för. En aldrei
eins en nú!  Þau bókstaflega grassera í flokk-
num í dag sbr. ályktanir sem nú liggja fyrir
landsfundinum. Og ungliðanir láta sitt ekki
eftir liggja. Eins og heilaþvegnir úr deild
ungra jafnaðarmanna. Framtíðarliðið það !

Já hvað er að verða af þessum Sjálfstæðisflokki
í dag? Sem virðist hafa yfirgefið grunnhugsjónir
þjóðlegar borgarahyggju og kristin viðhorf  og
gildi. Enda hrynur nú fylgið af flokknum, sem
í árdaga átti að vera brjóstvörn borgaralegrar
þjóðhyggju.

No Borders viðhorf, galopin landsmæri, dálæti á
hriplekum  Schengen-landamærum  Íslands og ESB,
og viljinn til að ganga enn lengra á afsali full-
veldis til þjónkunar yfirþjóðlegum stofnunum
ESB, allt liggur þetta að sama brunni, sósíal-
demókrataískri grasseringu! Brúarbygging  að 
nýrri hrunstjórn sósíaldemókrata er hafin!

Á hægri kanti íslenskra stjórnmála er nú algjört
tómarúm. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins áréttar
það! Á hægri kanti evrpskra stjórnmála er hins 
vegar stórsókn íhaldssamra þjóðhyggjuafla. Sem 
senn mun ná Íslandsströndum!

Bara spurning  hvenær en ekki hvort !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kröftugur pistill, Guðmundur Jónas, gagnorður og sannorður!

Jón Valur Jensson, 23.10.2015 kl. 23:58

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir það félagi!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.10.2015 kl. 00:10

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það mætti halda að ungliðarnir séu aldir upp í Samfylkingunni eð VG. Mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn stefna hraðbyri til vinstri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.10.2015 kl. 23:05

4 identicon

Þegar ég les það, sem þú skrifar og er sammála, þá detta mér í hug orð Guðmundar Garðarssonar, fv. þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann sagði einu sinni við mig, að hann hefði alltaf sagt flokkinn vera sósíaldemókratískan á margan hátt. Þetta er kannske að brjótast fram núna í meira mæli en verið hefur. Að öðru leyti má spyrja í anda Tómasar hér að ofan, hvort SUS-liðið sé uppalið og jafnvel líka ættað úr Samfylkingunni og VG. Margt af stefnumálum SUS benda til þess.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2015 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband