Ótrúleg framkoma sjálfstæðismanna eftir 12 ára samstarf



     Ríkisstjórnin helt velli eftir kosningarnar þrátt
fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins. Formaður
Sjálfstæðisflokksins marg ítrekaði það og sagði að
nægur tími væri hjá stjórnarflokkunum að ræða
framhaldið. Augljóslega þurfti Framsóknarflokkurinn
ráðrúm til að fara yfir öll sín mál. Eftir ótrúlegan
stuttan tíma var niðurstaða framsóknarmanna sú,
að áframhaldandi stjórnarsamstarf yrði besti
kosturinn fyrir þjóðina, auk þess sem það yrði
besta leiðin í stöðunni að byggja flokkinn upp á
ný.  Sjálfstæðismönnum var sagt frá þessari
ákvörðun, og með það veganesti fór formaður
Framsóknarflokksins til viðræðna við formann
Sjálfstæðisflokksins um endurnýjun stjórnarsam-
starfsins. Var engin ástæða til að halda annað en
að full heilindi væru af hálfu sjálfstæðismanna í
þessum viðræðum. Drengilegt og traust stjórnar-
samstarf þessara flokka til 12 ára gaf framsóknar-
mönnum ekkert annað til að halda. Nú liggur hins
vegar fyrir ótrúleg óheilindi hjá forystu Sjálfstæðis-
flokksins í viðræðum þessum. Á sama tíma og for-
maður Sjálfstæðisflokksins átti í trúnaðarviðræðum
við sinn gamla samstarfsflokk til fjölmargra ára var
hann og vara-formaður hans komnir í bullandi sam-
ningarviðræður við forystu Samfylkingarinnar um
myndun nýrrar ríkisstjórnar. Eða eins og Jón Sigurðs-
son orðaði þetta réttilega. ,, Það er ekki aðeins tvö-
feldni, heldur frekar margfeldni sem einkennir þetta".

   Nú liggur ekkert annað fyrir hjá Framsóknarflokknum
en að fara í harðvítuga stjórnarandstöðu gegn þeirri
ríkisstjórn sem nú er að fæðast. ..Óskabarn eiganda
eins stærsta auðfélags landsins" eins og formaður
Framsóknarflokksins hefur orðað það, og að ,,ef þessi
nýja ríkisstjórn kemst á koppinn verður hún trúlega
kennd við foreldri sitt og nefnd Baugsstjórn" segir
formaður Framsóknarflokksins.

   Þá liggur einnig fyrir að helmingur ráðherra væntan-
legrar ríkisstjórnar verður skipuð harðvítugum Evrópu-
sambandssinnum. Nokkuð sem stór hluti kjósenda
Sjálfstæðisflokks mun ekki sætta sig við. Hlutverk
Framsóknarflokksins og staða sem þjóðlegs stjórnmála-
afls á taflborði íslenzkra stjórnmála gæti því orðið mjög
sterk í náinni framtíð. 


   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband