Þörf á öflugum íhaldssömum þjóðhyggjuflokki !

Þörfin á öflugum íhaldssömum þjóðhyggjuflokki
hefur aldrei verið eins brýn og nú ! Því mjög
er sótt að þjóðartilverunni um þessar mundir!

Sjálfstæðisflokkurinn sem í árdaga átti að vera
brjóstvörn þjóðlegra borgaralegra gilda og við-
horfa, og standa vörð um siðinn í landinu, er 
það ekki lengur. Langt í frá!

Sammerkt með núverandi stjórnarflokkum er miðju-
moð með sósíaldemókrataísku ívafi. Vinstriflokk-
unum og anarkistum til milillar ánægju. Einkum
Pírata-anarkistum sem trjóna nú á toppi skoðana-
kannana. Er veldur alþjóðlegri viðundrun!

Svik ríkisstjórnarflokkanna í Evrópumálum eru hvað
alvarlegust! Enn er það mat ESB að umsóknin sé í
fullu gildi staðfest. Klúður ríkisstjórnarinnar
eða ásetningur í máli þessu blasir við! Alla vega 
er ekkert  gert til að mótmæla opinberlega túlkun
ESB! Umsóknin er því enn í fullu gildi! Ótrúlegt!

Þá er afstaða ríkisstjórnarflokkana til Schengen 
sem er hriplekt og í uppnámi dapurlegt. Eigum að
segja upp Schengen-ruglinu tafarlaust og endurskoða
veru okkar í EES! Þjóð án landamæra er ekki fullvalda
þjóð!

Uppgjöf ríkisstjórnarflokkana varðandi slítastjórnir
föllnu bankana og vögunarsjóðina, hrægammana, er 
settu Ísland nánást á hausinn, er hörmuleg, svo ekki
sé meira sagt. Minnir á Icesave-svikin, enda styðja
vinstriflokkanir uppgjöfin.  Hvað annað?

Hræsni og sósíaldemókratismi í málefnum hælisleitenda
á kostnað fólksins í landinu er afar ámælisverð. Meðan
frumþörfum landsmaanna er hvergi nærri sint, eins og
fjölmörg átakanleg dæmi sanna! Gjörbreyta þarf stefnu
stjórnvalda í þessum málum. Fólkinu í landinu í vil,
svo og framlögunum í alla sukksjóðina erlendis...

Vinstrimennskan í varnar-og öryggismálum er enn við liði.
Stóreflingu lögreglu og Landhelgisgæslu hlýtur að vera
í forgangsröð fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar.

Íslamsvæðingin í Evrópu er mikið áhyggjuefni. Líka hér 
á Íslandi. Enga moskubyggingu á Íslandi takk!

Að framansögðu og í fárri upptalningu og útlýstun  má
sjá mikla þörf á öflugum íhaldssömum þjóðhyggjuflokki
á Íslandi. Hér ekki síður en í Evrópu þar sem slíkir 
flokkar eru í mikilli sókn! 

Þjóðhyggjufólk á Íslandi ! Þið eruð stór hópur en 
sundruð! Samstillum krafta okkar og stofnum öflugan
íhaldssaman þjóðhyggjuflokk. Íslenskri tilveru, þjóð-
menningu, tungu, landi og þjóð til heilla!

Áfram Ísland !


mbl.is Tilraun Bjarna í ESB-málinu gangi ekki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Haltu þínu striki, Guðmundur.  Og takk fyrir pistilinn og fyrir að standa alltaf vörð. 

Elle_, 5.12.2015 kl. 19:08

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

 Takk Elle!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.12.2015 kl. 20:53

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Tala nú ekki um hvernig stjórnmálaflokkarnir sem sitja á þingi í dag sem hugsa ekkert um að sjá til þess að aldraðir og öryrkjar landsins hafi sómsamlegt líf, þó svo að það sé í stjórnarskráni að svo eigi að vera.

Hvernig getur fólk lifað af 170 þúsund Krónum á mánuði ef að leiga eða lána afborganir eru 100 þúsund á mánuði?

En það stendur hvergi í stjórnarskráni að islenska ríkistjórnin og Alþingi eigi að sjá til þess að flóttamenn og hælisleitendur lifi sómasamlegu lífi.

Öldruðum og öryrkjum var sagt að það væri ekki til peningar til að setja í bætur fyrir þau, en einn dagin fundust 500 miljónir í einhvern kvennasjóð af því að það er 100 ár síðan kvennfólk fékk kosninga rétt, en hvað með þá karlmenn sem fengu kosningarétt sama dag?

Svo allt í einu fundust 2 miljarðar fyrir flóttafólk. Ekki er nú fjárhyrsla Bjarna Ben upp á marga fiskana ef hann getur týnt 2 1/2 miljörðum.

Vonandi geta Hægri Grænir fengið öll óánægju atkvæðin af því að þau sjá villu núverandi flokka á þingi og kjósi Hægri Græna.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.12.2015 kl. 23:35

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Jóhann. Pístill þessi er skrifaður í þeirri von að allt
þjóðhyggjufólk stofni nýjan öflugan flokk sem standi vörð um fullveldi Íslands og sjálfstæði, þjóðfrelsi Íslendinga, íslenska þjóðmenningu og tungu, og siðinn í landinu, og alla þá Íslendinga sem standa höllum fæti. Hægri grænir bjóða ekki fram aftur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2015 kl. 00:14

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er mjög bjartsýnn á að fram komu öflugt framboð íhaldssamra þjóðhyggjumanna fyrir næstu kosningar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2015 kl. 00:23

6 identicon

Standa vörð um hvað í fjáranum? Útgerðarelítuna?. rotið bankakerfið? Embættismennina sem hækka laun sín eftir per hag og skeyta ekki nokkru um fátæka fólkið? , Standa kannski vörð um handónýta heilbrigðiskerfið okkar og biðlistana? Um hvað viltu eiginlega standa vörð?

Helgi Bjarnason (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 13:40

7 identicon

Gakktu bara í framsóknarflokkinn, þá ertu komin í afturhalds/þjóðernisofstækis flokk

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 14:05

8 Smámynd: Elle_

Gerði Guðmundur Helgunum eitthvað?  Helgi Bjarnason, Guðmundur var ekki að tala um að standa vörð.  Það var ég sem notaði það orðalag svo láttu hann í friði.  Haltu bara þínu striki, Guðmundur.

Elle_, 6.12.2015 kl. 14:19

9 identicon

Sæll Guðmundur Jónas jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Nafnar mínir: Helgi Bjarnason og Helgi Jónsson !

Bjarnason (kl.13:40) !

Auðvitað - eiga fyrirspurnir þínar, Guðmundi Jónasi til handa, alveg fyllilega rétt á sér.

En: ég hygg, miðað við fyrri kynni mín af Guðmundi, að hann vilji hag hinna lakar settu skörinni mun hærri, en nú tíðkast, á þessum misserum. Góðgjarn - sem vel meinandi drengur, Guðmundur Jónas, svo sannarlega, og vill landi og miðum / sem fólki og fénaði, hið allra bezta.

Jónsson (kl. 14:05) !

Skítkast þitt - í garð Guðmundar síðuhafa, missir aftur á móti, ALGJÖRLEGA marks.

Þú: Helgi Jónsson, ættir að líta í eigin rann, verandi slefberi flokkanna, sem fóru hér með völdin, árin 2009 - 2013 / og eru ekki hætishót skárri að neinu, fremur en þeir illyrma flokkar, sem hér ráða nú ríkjum, dreng stauli !

Ekki: er ESB/NATÓ og Pentagón þjónkun þín og þinna líka geð felldari, en eiginlegra sjálfhverfra ísl, dramb- og þjóðernis sinnaðra.

Guðmundur Jónas aftur á móti - er einlægur land og þjóðar vinur, án allra innihaldslausra kennisetninga, og fyrir það vil ég meta hann að þeim verðleikum og einlægni, sem hann á fyllilega skilið.

Þó:sjálfur hafi ég fyrir löngu, gengið til liðs, við Falangista, sem og Kúómingtang hreyfingu Chiangs kai- Shek (á Taíwan), sem annarra Hægri afla á Alþjóðavísu, hugmyndafræðilega.

Með beztu kveðjum sem endranær / fremur þurrum þó, til Helga Jónssonar og annarra, honum líkum, að þessu sinni //  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 14:32

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Helganir tveir. Þvílíkir alþjóðasinnaðir vinstriöfgar! Nei þvert á ykkar vinstrisinnuðu ÖFGAHYGGJU ætlum við þjóðhyggjumenn EINMITT STANDA VÖRÐ UM OKKAR ÍSLENSKA FÓLK, og alveg sérstaklega þá sem minna meiga sín, s.s öryrkja, eldri borgara  og fátækt fólk.. Þið þessir vinstrisinnuðu öfgamenn, sósíaldemókratar, Píratar og sósíalistar ásamt miðjumoðinu öllu hugsið fyrst og fremst um eigið rasskat, og þýkist vera svo GOTT FÓLK sem bjarga viljið heiminum einn  þver og þrír meðan þið steingleymið ykkar minnstu bræðrum og systrum í eigin landi. Kominn tími til að ykkar hræsnispólitík víki fyrir  fólkinu í landinu!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2015 kl. 16:12

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þitt innlegg félagi Óskar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.12.2015 kl. 16:13

12 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn sem í árdaga átti að vera
brjóstvörn þjóðlegra borgaralegra gilda og við-
horfa, og standa vörð um siðinn í landinu..."

Stóður þeir sig ekki með prýði er þeir hentu gyðingunum út og beint á flasið á nasistunum, vinum sínum?
Flykkjum okkur um slagorð Mussolínis, "stétt með stétt'.

pallipilot (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband