Velkomin Íslenska þjóðfylking !
2.3.2016 | 21:36
Til hamingu fullveldis og þjóðfrelsissinnar!
Íslenska þjóðfylkingin er mætt til leiks!
Tilkynnt var um stofnun hennar um síðustu
helgi, sem valdið hafa sterkum viðbrögðum með
og móti. Neikvæðum einkum meðal hinnar vinstri-
sinnuðu rétttrúnaðarelítu! Sem er mjög jákvætt!
Hægt er að nálgast allt um ÍÞ á facebook-síðu
hennar undir nafninu ,,Íslenska Þjóðfylkingin"
Á facebook ÍÞ er skýrri grunnstefnu lýst auk
afstöðu til helstu þjóðmálana í dag. Skýr og
afdráttarlaus þjóðleg borgaraleg stefna sem
fjölmargir hafa kallað eftir og er nú loks
komin fram!
ÍÞ var ekki í síðasta úrtaki Gallups í kvöld,
þ.s tilkynning um tilvíst ÍÞ var ekki fram
komin á könnunartímabilinu. Aftur á móti svöruðu
36% í 3 daga könnum DV því að þeir vel gætu
hugsað sér að kjósa ÍÞ, sem er mjög ánægjulegt
og lofar góðu.
ÍÞ er sterkt andsvar við þeirri pólitískri upp-
lausn sem nú einkennir íslensk stjórnmál. Þar sem
stjórnlusir anarkistar trjóna á toppi skoðanakann-
ana undir handleiðslu vinnusálfræðings sem frægt
er orðið. - Þá er ekki vanþörf á öflugu pólitísku
mótvægi gegn hinum andþjóðlegu vinstriöflum og
pólitísku rétttrúnaðarelítu sem stjórna og stýra
vilja allri þjóðmálaumræðu í dag. Með
stuðningi hatursumræðueftirliti Vinstri grænna
innan höfuðborgarlögreglunar! Sem er ein mesta
aðför að tjáningarfrelsi á Íslandi sem sögur fara
af.
Að lokum eru allir fullveldis- og þjóðfrelsissinnar
hvattir til að fylkja sig um hina Íslensku Þjóðfylk
ingu! Landi voru og þjóð til heilla!
Píratar áfram með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Athugasemdir
Grunnstefnu ÍÞ væri gott að fá á netið, því ekki eru allir með Facebook, og vilja það ekki, það litla sem ég hef séð af Grunnstefnunni, leist mér mjög vel á. HG voru með flotta síðu á netinu.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 21:49
Sæll félagi Guðmundur.
Takk fyrir góðan pistil, mig langar að nefna það við alla þá sem voru skráðir í Flokk Hægri Grænna, og vilja skrá sig yfir í Íslensku Þjóðfylkinguna undir handleiðslu Helga Helgasonar Stjórnmálafræðings, geta gert það með því að fara inn á http://landmitt.blogspot.se/ þar ber að líta Grunnstefnu flokksins í heild sinni og E-mailin til að skrá sig.
Bestu kveðjur,
Baldur
Íslenska þjóðfylkingin
Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 22:05
Ég ber fulla virðinga fyrir rétti fólks til að hafa þær skoðanir sem það vill, hvort sem ég er sammála þeim eða ekki, en vinsamlegast ekki kenna þessa öfgaþjóðernisstefnu við fullveldissinna. Auk þess er það stjórnarskrárbrot að mismuna fólki eftir trúarskoðunum.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2016 kl. 23:11
Sæll Guðmundur Jónas - sem og aðrir gestir, þínir !
Guðmundur Jónas !
Íslenzka Þjóðfylkingin: gæti átt bjarta framtíð fyrir höndum, sverjist hún til Bræðralags, við Viktor Orban Ungverjalands forsætisráðherra, og aðra göfuga varnarmenn Kristni, í Austur- Evrópu, sem víðar um grundir.
Góð byrjun væri - að krefjast úrsagnar úr NATÓ/EFTA, sem og EES klúbbnum, auk annarra óþurftar samtaka, sem ganga erinda hinna Múhameðsku fjenda okkar, leynt og ljóst.
Guðmundur Ásgeirsson !
Hér: er ekki um neina öfgaþjóðernisstefnu að ræða / heldur: og miklu fremur, hið ýtrasta raunsæi.
Gleymdu svo - trúfrelsis þvaðrinu Guðmundur minn, ég vil minna þig og aðra hrekklausa á, að KROSSFERÐUNUM LAUK ALDREI formlega, á 14. öldinni // aðeins hlé, varð á þeim, fornvinur góður !!!
Með beztu kveðjum - sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 23:59
Ég skal alveg bera virðingu fyrir því að þið megið hafa hvaða skoðanir sem þið viljið. Ég frábið mér hinsvegar að þetta sem hér um ræðir, hvað svo sem má kalla það, sé kennt við fullveldissinna. Þetta tvennt er alls ekki eitt og hið sama. Það er allavega mín skoðun, og ég fer ekki fram á annað hér en að þið berið sömu virðingu fyrir þeirri afstöðu.
Með bestu kveðjum, sömuleiðis.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2016 kl. 00:07
Fullveldissinnar eru sem betur fer mjög víða, Guðmundur.
Fullveldis-varðmenn erum við til dæmis á bloggsíðunni Fullveldisvaktin (fullveldi.blog.is), sem haldið er úti af Samtökum um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland, en meðal félagsmanna þar og raunar gjaldkeri í stjórn samtakanna frá upphafi 2011 er Guðmundur Jónas Kristjánsson, síðuhafinn hér!
Fullveldissinnuð erum við ennfremur, félagsfólkið allt í Kristnum stjórnmálasamtökum, sem höldum úti Moggablogg-síðunni Krist.blog.is.
Fullveldissinnaðar eru líka þær þúsundir félagsmanna Heimssýnar, sem heldur úti vefsíðunum Heimssyn.is og Heimssyn.blog.is.
Gleðjumst yfir því, sem og, að kominn er fram valkostur á vettvangi stjórnmálaflokka fyrir fullveldissinaða menn og konur, sem sætta sig ekki við rangl hinna flokkanna í þessum málum og ráp þeirra um veizlusali í Brussel.
Jón Valur Jensson, 3.3.2016 kl. 00:54
Það eru bara engar öfgar í stefnu þessa flokks,sem má miklu frekar skilgreina sem andspyrnuhreyfingu a.m.k.í mínum huga,sem sækir fram á pólitíska vettvanginum.Oft var þörf,en nú bráð-nauðsyn,eftir atgang seinustu ára.Þjóðin er búin að fá nóg af yfirgangi vinstri aflanna,hvers útgerð er Esb,elítan.
Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2016 kl. 01:25
Þetta átti að vera svar til Guðmundar Ásgeirssonar,þess vegna byrjar það á þessum orðum.
Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2016 kl. 01:28
Sæll félagi Guðmundur.
Takk fyrir góðan pistil, mig langar að nefna það við alla þá sem voru skráðir í Flokk Hægri Grænna, og vilja skrá sig yfir í Íslensku Þjóðfylkinguna undir handleiðslu Helga Helgasonar Stjórnmálafræðings, geta gert það með því að fara inn á http://landmitt.blogspot.se/ þar ber að líta Grunnstefnu flokksins í heild sinni og E-mailin til að skrá sig.
Bestu kveðjur,
Baldur
Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 3.3.2016 kl. 06:19
"ÍÞ hafnar hugmyndinni um fjölmenningu á Íslandi" stendur í grunnstefnu.
Hvað þýðir þetta??
Hafnar flokkurinn tælenskum matstöðum? Hafnar flokkurinn því að Pólverjar skipuleggi pólskukennslu fyrir börn sín á laugardögum?
Er flokkurinn á móti Víetnömsku matvöruversluninni á Suðurlandsbraut? OG tyrknesku búðinni í Ármúla? Og þeirri pólsku í Breiðholti??
Því ALLT eru þetta dæmi um fjölmenningu.
Skeggi Skaftason, 3.3.2016 kl. 10:00
Jón Ólafur sendu á netfang thjodfylking@gamal,com og biddu um að grunnstefnan verði send þér.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2016 kl. 13:41
Guðmundur Ásgeirsson bið þig að fara með þínar afbrigðulegu öfgaskoðanir allt annað en hingað. Ef fullveldissinnahugtakið er líka orðið bannorð hjá ykkur í hinni pólitísku rétttrúnaðarrelítu þá
er ekki hlustað á slíkt bull hér. Íslenska þjóðfylkingin er öfgalaus fullveldissinnuð og þjóðfrelsissinnuð borgaraleg hreyfing sem einmitt berst gegn öfgaöflunum sem vilja þjóðríkið feigt!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2016 kl. 13:49
Takk fyrir ykkar góðu innlegg hér félagar Jón Valur og Baldur.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2016 kl. 13:51
Sömuleiðis takk Helga !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2016 kl. 13:52
Skeggi ÍÞ ber virðingu fyrir ÖLLUM kynþáttum, þjóðeinkennum og allri þjóðmenningum og styður alla kynþætti og þjóðir að efla og rækta sín einkenni og þjóðmenningu. Þess vegna vill ÍÞ á sama hátt styðja og varðveita íslenska þjóðmenningu, tungu og siðinn í landinu og hjálpa öllum þeim sem hingað koma til búsetu að aðlagast þeim lífsháttum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2016 kl. 13:58
Óskar minn virðumst sammála nema kannski með NATÓ. Veist mína jákvæðu afstöðu til hinnar kristnu rússnesku þjóðar, og er algjörlega andvígur þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gagnvart vinum vorum Rússum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2016 kl. 14:02
Komið þið sæl - á ný !
Guðmundur Jónas !
Þakka þér fyrir: sem jafnan, skýr andsvör þín.
NATÓ - átti að fá að sigla sinn sjó, um leið:: og Varsjárbandalagið lagði upp laupana, að minni hyggju.
En. það er önnur saga, og lengri til umræðu, ef til kæmi, að nokkru.
Með beztu kveðjum - sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2016 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.