Íslenska þjóðfylkingin farin að skora !


    Loks þegar Íslenska þjóðfylkingin fær að vera
með í skoðanakönnun þá skorar hún hæst. Í lok 
síðustu viku var hún efst í könnun Hringbrautar
með 28% fylgi. Og í könnun Útvarp sögu um helgina
var hún þar líka þar hæst með 33% fylgi. Þótt 
þessar kannanir séu ekki hávísandalegar sýna þær
þó það að Þjóðfylkingin er að stimpla sig heldur
betur inn í íslensk stjórnmál og verður verðugur
og skýr valkostur í komandi kosningum. Ekki síst
eftir  að  Alþingi í  skjóli  nætur  samþykkti
mótatkvæðalaust meiriháttar þjóðsvikalög um að
galopna landamæri Íslands 1 jan n.k og gera m.a
svokallaða hælisleitendur mun rétthærri þegna en
borna og barnfædda Íslendinga. Með tilheyrandi
ofurkostnaði!  Þessum ólögum mun Íslenska þjóð-
fylkingin berjast gegn af hörku og gera m.a að
helsta hitamáli komandi kosninga.

   Íslenska þjóðfylkingin mun bjóða fram í öllum
kjördæmum og hvetur alllt þjóðholt borgarasinnað
fólk að koma til liðs við flokkinn. Landsfundur
verður haldinn 29 júni sbr. auglýsing.

   Íslenska þjóðfylkingin er sprottin upp úr 
íslenskum jarðvegi, sem standa mun vörð um fullveldi
og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu og
tungu, kristin gildi og þjóðleg viðhorf. Jafnframt
því að berjast gegn íslamsvæðingu Íslands og Evrópu! 

   Áfram Ísland!

  
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svona "kannanir" sýna auðvitað ekki neitt. Þessi dapurlegi fasistaflokkur hefur tæpast mælanlegt fylgi, eins og alvöru skoðanakannanir sýna.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.6.2016 kl. 23:29

2 identicon

Fasistaflokkur, Þorsteinn Siglaugsson ?? Ég held nú að þá sem talar þannig er sjálfur fasistur og þolar hreinlega ekki sannleikan !!! En Ísland er svo gjörspilltur að aðeins glæparlýð kemst áfram hérna ! Og svona hefur þetta verið í margar áratugir !!!

S.R.Haralds (IP-tala skráð) 14.6.2016 kl. 00:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona komment eru bara þér til hughægðar. Fólk er rasandi yfir glæpsamlegri aðför aðilarsinna (eða hvað skal kalla þá?) að æðstu ráðamönnum Íslands. 

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2016 kl. 01:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta átti við eftir Þorsteini.

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2016 kl. 01:15

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn er ekki með réttu ráði að skrifa svona, a.m.k. ekki vel upplýstur. Flokkurinn fordæmir nazisma, fasisma og rasisma.

En ég tek undir með Guðmundi Jónasi hér, og þetta er glæsileg frammistaða ÍÞ meðal hlustenda Útvarps Sögu. Það lofar góðu.

Jón Valur Jensson, 14.6.2016 kl. 02:49

6 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ég veit lítið hvað þjóðfylkinging ætlar sér annað en að vera fasistaflokkur þar sem að í hvert skipti sem ég hef reynt að rökræða við þjóðfylkingarmann þá blokkar hann mig þegar hann verður rökþrota.

Þannig að ég held og vona að þessi flokkur nái til fæstra og helst engra.

Snorri Arnar Þórisson, 14.6.2016 kl. 08:51

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi Snorri kann lítið í rökfræði. Það er ekki minnsti fótur fyrir því, að ÍÞ sé fasistaflokkur, en einu "rök" Snorra fyrir þeirri fullyrðingu eru þau, að einhver þjóðfylkingarmaður hafi "blokkað" innlegg frá honum sjálfum!

Flokkurinn hefur margvísleg mjög góð stefnumál, t.a.m. að ríkið selji hvorki Landsvirkjun né Landsbankann, að leyfa frjálsar strandveiðar (en þó ekki á veðrasömum árstímum), að skattleysismörk verði sett við 300.000 krónur, að hlutur öryrkja og lífyrisþega verði bættur, að meðlagsgreiðendur fái skattaívilnun o.m.fl. Þetta lyktar nú ekki beinlínis af fasisma!

Jón Valur Jensson, 14.6.2016 kl. 09:18

8 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta er mest samansafn af illa upplýstu fólki sem er hrætt við skuggann sinn. 

Jón Ragnarsson, 14.6.2016 kl. 12:01

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður ertu að alhæfa og hefur fæsta séð af þessu fólki!

Jón Valur Jensson, 14.6.2016 kl. 15:49

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir félagi Jón Valur að halda uppi vörnum fyrir okkar góða flokk ganvart sumu samansöfnuðu illa upplýstu fólki í okkar garð sem varla er  svaravert!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.6.2016 kl. 21:38

11 identicon

Sæll Guðmundur Jónas jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Guðmundur Jónas !

Því miður:hefðir þú alveg, getað sparað þér þessa lofrullu / til handa Íslenzku Þjóðfylkingunni.

Nafni minn - Helgi Helgason, sem ku leiða fylkinguna þessi misserin, fer hægar yfir svið mannlífsins, en nokkurntíma Brekku snigillinn gæti, og er sá snigill þó marg kunnur, að yfirveguðum rólegheitum.

Íslenzka Þjóðfylkingin verður: að andæfa óbreyttu samfélagi burgeisa kerfisins (1944 - 2008, og síðan), gera kröfu um upptöku gamla Hvítbláins fánans t.d. (í stað dulunnar, með rauða litnum) / henda út ömurlegum Þjóðsöng Matthíasar Jochumssonar og Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar / og kalla eftir Eldgömlu Ísafold eða Árinu vas alda t.d.

Þá - ætti ÚRSÖGN úr glæpasamtökum NATÓ, sem og EFTA og UPPSÖGN EES þvælunnar að vera nr. 1 - 2 og 3, á ykkar snærum.

Síðan: skilyrðislaus krafan, um ÚTHÝSINGU Múhameðskra af landi og miðum þess, sem og ALGJÖRT BANN, við komu þess liðs, sem tilheyrir, hingað til lands !

Ykkur vantar kempu - eins og Viktor Orban Ungverjalands höfðingja, eða Roberts Fico í Slóvakíu t.d., í stað þessa blessaða rólyndis drengs Helga Helgasonar, í ykkar forsvar, Guðmundur Jónas.

Svo: ég komi nú vel mentum sjónarmiðum mínum til ykkar, á framfæri hér með.

Með beztu kveðjum, sem oftar - af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 12:51

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það væri fróðlegt að sjá, hve sáralítið fylgi flokkur með stefnumál Óskars Helga fengi í kosningum. Ætli hann næði einu atkvæði í hverju kjördæmi?

Á sama tíma og umheimurinn er að uppgötva og dást að fegurð þjóðsöngsins okkar, eins og sagt var frá í frétt hér á Mbl.is í gær (Þjóðsöngurinn féll vel í kramið), þá fer Óskar niðrandi orðum um hann!

Óskar á fremur heima í vinstra flokki eða Pírötum með sína andstöðu við varnir landsins, með tali sínu gegn Guðstrú og Biblíunni og með alhæfandi hjali gegn "bureisakerfi" allt frá stofnun lýðveldisins.

Jón Valur Jensson, 15.6.2016 kl. 14:01

13 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Jón Valur: sýnir aumkvunarverða og innihaldslausa vörn sína, ef þá vörn kalla skyldi, með þessum dapurlegu útúrsnúningum (í athuga semd sinni, nr. 12).

Jón Valur Jensson - VEIT vel, hvers lags andstyggð ég hef á vinstra liðinu, sem og Pírata skröttunum, og reynir því að hitta mig fyrir, á grundvelli þess bjúgverpils (boomerng´s), sem hann skutlar hér að mér, en hittir einungis SJÁLFAN SIG FYRIR.

Hræsnarar: eins og Jón Valur Jensson, minnka einungis í sniðum, með svona orðagjálfri - jú jú Jón Valur:: Þjóðsöngs gaul Matthíasar og Sveinbjarnar, hefir verið einkar þægilegur í meðförum þeirra, sem kjósa að ýta undir INNIHALDSLAUSAN þjóðernis rembing, eins og þú og þínir líkar hafa iðkað, í gegnum tíðina.

Þess vegna - hvarflaði að mér, að stinga upp á tilgerðarlausum lögum, eins og Eldgömlu Ísafoldinni / eða Arinu vas alda, m.a.

Hræsni þín Jón Valur: kristallazt einnig í þeirri staðreynd / að þykjast vera fullveldissinni - EN ÁFRAM:: meðmæltur aðild að Alheims glæpa samtökum, eins og NATÓ (sem er að reyna þessa dagana, að koma á ÓFRIÐI við Rússneska Sambandslýðveldið, t.d.) svo og EFTA og EES samnings nefnunni, sem ég minnist ekki, að Jón Valur né aðrir á hans sporbaug, hafi krafizt, uppsagnar á, aukinheldur.

Burgeisa hyskið íslenzka - STENDUR FYLLILEGA UNDIR NAFNI Jón Valur, sbr. daglega þjófnaði þess, úr þínum vösum / sem mínum og annarra landsmanna !!!

Vísa þar: til ofsköttunar og ofur- gjalda töku alþingis og stjórnarráðs úr okkar vösum, dags daglega !!!

Eða - hefir það líka fram hjá þér farið, Jón Valur fjölfræðingur, og hræsnari meðalmennzkunnar ?

Með sömu kveðjum  og áður - fremur snubbóttum, til Jón Vals, og annarra, af hans calíberi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 14:38

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alltaf gaman að lesa skrautlegt orðaskrúð þinn, Óskar, minn gamli vinur og síðar mikli samherji í Icesave-málinu, þótt iðulega taki ég lítið mark á málflutningi þínum, rétt eins og nú.

En ekki geri ég lítið úr Ár vas alda eða Eldgamla Ísafold, þótt mér hugnist þjóðsöngurinn vel.

En hver var það annars sem rændi þig barnatrúnni? Var það einhver mannvitsbrekka í meira lagi? Varla neitt á við hann séra Sigurð heitinn Pálsson þó?

Jón Valur Jensson, 15.6.2016 kl. 23:05

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

... skrautlegt orðaskrúð þitt ...

átti hér vitaskuld að standa.

Jón Valur Jensson, 15.6.2016 kl. 23:06

16 identicon

Komið þið sæl - enn, á ný !

Jón Valur !

Ætli aukin þekkinng: á hinum ýmsu viðfangsefnum, hafi ekki ''rænt'' mig barnatrúnni ?

Ég - geri ráð fyrir því, þegar ég lít sem snöggvast, til baka.

Sigurður heitinn Pálsson: fyrrum Vígzlubyskup (1901 - 1987) Skálaholts stiptis (Lútherskra), var sannarlega, með þeim merkari mönnum, sem ég hefi kynnst um dagana - og satt er það svo sem, að fáir stóðust þeim mæta manni snúning, á hinum ýmsu sviðum.

Orðaskrúð mitt: á ég að þakka (eða vanþakka ?) mætum og dugmiklum kennurum og uppfræðurum við Barna- og unglingaskóla Stokkseyrar, og fremur hefi ég getað talið mig bera höfuð tiltölulega hátt til þessa a.m.k., þegar ég minnist þeirra ágætu ára (1967 - 1971), og algjörlega kinnroðalaust, Jón Valur.

Með þeim sömu kveðjum, sem seinustu - ögn mildari, til Jóns Vals, að þessu sinni /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.6.2016 kl. 23:27

17 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þessi JVJ ofl. eru eiginlega algert bíó, út af fyrir sig. 1% tops, og þið vitið það ofur vel. 

Jónas Ómar Snorrason, 16.6.2016 kl. 16:06

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þjófylkingin hefur orðið sér til algjörrar skammar með ógeðslegum viðbrögðum við morðinu í dag á bresku þingkonunni. Skammist ykkar. Loftur Altice þorsteinsson er meiri skítakarakter en ég hélt, og hafði ég nú ekki mikið álit á honum fyrir. (Skoðið FB-síðu Þjóhnappafylkingarinnar.)

Skeggi Skaftason, 17.6.2016 kl. 00:16

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með HVERJU (hvaða orðum?) hefur "Þjóðfylkingin orðið sér til algjörrar skammar", Össur Skaftason? Ég leitaði á vef hennar og fann ekkert slíkt. Og ekki þekki ég Loft að öðru en drengskap gagnvart landi og þjóð, ólíkt þér í ESB-málum og Icesave.

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 02:47

20 Smámynd: Skeggi Skaftason

Loftur og fleiri öfgaþjóðernissinnar neita að horfast í augu við að morðinginn breski hafi fylgt þeim að skoðunum og eru strax tilbúnir með samsæriskenningar um þetta hljóti að hafa verið vinstrisinni eða múslimi.

Þetta sagði Óloftur:

"Loftur Altice Þorsteinsson Að maðurinn hafi hrópað "Britain first" er fremur ótrúlegt, þar sem hann átti í deilu við einhvern annan þegar Jo Cox bar að og blandaði sér í deiluna, sem ekki er vitað um hvað var. Miklu frekar er trúlegt að þarna hafi tveir Múslimar verið að deila um Muhammads skegg og af fullkominni Múslamskri fyrirlitningu á konum, hafi honum fundist rétt og eðlilegt að þagga niður í henni. Málið skýrist væntanlega fljótlega, ef morðininn hefur verið handsamaður."

EF þér finnst þetta Í LAGI Jón Valur sýnir það ekki annað en að þú ert fastur í sama samsæriskenningarbullheiminum. Þið sjáið það sem þið viljið sjá og málið upp þá sem eru ykkur ósammála sem ÓVINI! Eða hversu oft sjást ekki hér á ykkar öfgamannabloggum orð eins og landráðamaður, föðurlandssvikari, o.fl. ?

Hvenær skyldi ykkur takast að magna upp nógu mikið HATUR að einhver vanstilltur einstaklingur í ykkar röðum fremji ódæðisverk?

Skeggi Skaftason, 17.6.2016 kl. 08:18

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessar bollaleggingar Lofts, hvort maðurinn hafi í raun hrópað "Britain first", þóttu mér ekki trúlegar, ég held það sé vitni að þessu hrópi morvargsins og ekki um það efazt þarna úti. Hugleiðingar Lofts um þetta í gær og "Múhameðs-skeggs"-umræðan eru vitaskuld bara hans sjálfs, Íslenska þjóðfylkingin stendur ekki að neinum slíkum fullyrðingum.

Svo skal tekið fram, að "Britain first" er fyrst og fremst að berjast gegn (miklum) innflutningi fólks og er greinilega með einhverja öfgamenn innanborðs eða á slíka aðdáendur (nokkuð sem við í ÍÞ viljum ekki sjá); einungis í 2. lagi er "Britain first" að berjast fyrir Brexit; og engar öfgar né öfgaverk verða kennd við andstöðu séntilmannsins málsnjalla Nigels Farage og hans manna í UKIP (Brezka sjálfstæðisflokknum) gegn Evrópusambands-aðild Breta.

Össur ("Skeggi Skaftason") virðist eðlilega viðkvæmur fyrir því, að einstöku sinnum er landráðaviðleitni þeirra Samfylkingarmanna gagnrýnd, en þetta hugtak, landráð, er eðlilega að finna í landslögum og viðurlög tilgreind gegn þeim. 

Með stjórnarskrárbrotum (við 16.-19. gr., eins og ég hef áður ritað um) fór Össur sem utanríkisráðherra með þingsályktuna í gegnum ríkisstjórnarfund án þess að leita samþykkis Ólafs forseta og rauk síðan með plaggið úr landi, og lít ég á það sem SVIK við land og þjóð í skilningi 86. greinar landráðalaganna, en hér hef ég tekið saman helztu ákvæði þeirra:  Fróðleikur um viðurlög gegn landráðum

Heldur auvirðilegt þykir mér af nefndum skrifara að geta ekki skrifað sínar augljóslega Esb-pólitísku athugasemdir undir réttu nafni. Og nú er hann farinn að bera Íslensku þjóðfylkinguna sökum sem hún verðskuldar alls ekki, en hann er hins vegar maður sem að mínu áliti ætti að fara fyrir landsdóm.

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 09:27

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

... hrópi morðvargsins ... !

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 09:28

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vegna Icesave-málsins mætti "Skeggi Skaftason" ennfremur hafa í huga 3.-4. tölulið 91. greinar landráðalaganna, svohljóðandi:

 Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
 Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 09:38

24 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur Jensson, þú ert ótrúlegur. Þú sakar mig um grafalvarlegan glæp. Þú ert að gefa hér í skyn að ég sé GLÆPAMAÐUR. Af því við erum ósammála um pólitík!

Ég þarf ekkert að bera sakir á ykkur þjóðernisbullurnar, þið sjáið alfarið sjálfir um að sýna fólki hverslags öfgamenn og dónakjaftar þið eruð, sem sáið óvild í kringum og ykkur er fyrirmunað að eiga skynsamlega og vitræna umræðu við þá sem eru ykkur ósammála.

Skeggi Skaftason, 17.6.2016 kl. 14:33

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

"X. kafli. Landráð.

 86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt." 

 [Feitletruð orð 86. greinar: jvj]

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 14:46

26 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að JVJ sé búinn að tapa glórunni. Það er leiðinlegt, því hann var nú alveg ágætur einu sinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.6.2016 kl. 12:47

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú varst sjálfur prýðis-íhaldsmaður áður fyrr, Þorsteinn, en hefur nú týnt áttum í ýmsum málum, þótt ég bregði þér ekki um að hafa "tapað glórunni"! frowncool

Jón Valur Jensson, 18.6.2016 kl. 12:58

28 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta var nú skens, auðvitað JVJ  ... en svo að alvöru málsins sé komið þá snýst nú íhaldsstefnan nú einmitt um að halda í þau góðu gildi sem í menningu okkar felast og svara ofstæki með umburðarlyndi, virða ólíka menningarhópa og ekki síst að vegast á með rökum en ekki ásökunum um landráð séu menn ósammála. Það eru skörp skil á milli einangrunarsinnaðs fasisma og íhaldssemi.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.6.2016 kl. 13:16

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hún skánar ekki orðræða þín, Þorsteinn, með því að svissa yfir frá því að bregða mér um að hafa "tapað glórunni" og klína í staðinn á mig "fasisma"!

Ég veit eiginlega ekki hvað hefur komið yfir þig upp á  síðkastið, maður, að þróast út í slíkt skítkast gegn gömlum samherja og málvini. Á þetta kannski að verða Sjálfstæðisflokknum til einhverrar hjálpar, og eiga þá fleiri Þjóðfylkingarmenn von á slíkum trakteringum frá þér? (sbr.1. aths. þína hér á þræðinum). Megum við Guðm. Jónas bjóða þér á fund flokksins til að sýna þér í reynd hvað hann er?

Þú hlýtur líka að vita, að ákvæðin um landráð eru ekki ófyrirsynju í landslögum -- og þar með að átta þig á, að slíkt getur gerzt. Ef þú lest þessa grein á Fullveldisvaktinni, skilurðu væntanlega, ef þú ert sjálfur fullveldissinnaður, að aðferð Össurar við að flýta sér með ESB-umsókn sína fram hjá forsetanum, var skýrt stjórnarskrárbrot: Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!

Og aðferðin og tilgangurinn að baki var að mínu mati merki um þess  konar SVIK, sem um er rætt í 86. gr. landráðalaganna, sjá ofar, kl. 14.46 í gær. Það mat mitt gerir mig engan veginn skoðanabróður Mussolinis!!!

Jón Valur Jensson, 18.6.2016 kl. 15:10

30 Smámynd: Skeggi Skaftason

Hverjir eru LANDRÁÐAMENN að þínum dómi, Jón Valur?  Sá meirihluti þingmanna sem árið 2009 greiddi með því atkvæði að sækja um aðild að ESB? (Og ætlaði ALLTAF þjóðinni að greiða svo atkvæði um inngönguna, að loknum samningum). Eða þau 67% þingmanna sem greiddu atkvæði með Buchheit-Icesave-samningnum?  Allir þeir Íslendingar sem viðja SKOÐA ESB-aðild í framtíðinni??

Þetta er hárrétt athugað hjá Þorsteini Siglaugssyni, þetta eru mjög fasískir tendensar að gera pólitíska andstæðinga að óvinum þjóðarinnar, illa meinandi svikurum og glæpamönnum.

Meðan þið eru fáir sem talið svona hafið þið sem betur fer lítil áhrif. En þið leikið ykkur með eldinn, það getur leynst hér á landi annar Tommy Mair, andlega tæpur þjóðernissinni sem sér heiminn í svarthvítu, og fer að TRÚA orðum þínum, Jón Valur, um að "við" ESB-sinnarnir, ICESAVE-Já-sinnar, og fleiri, séum hættulegir, séum óvinir, séum svikarar ... séum réttdræpir. 

En þér er kannski skítsama þótt orðræða þín ali af sér hatur og ofbeldi.

Skeggi Skaftason, 19.6.2016 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband