Fiskveiðistjórnunarkerfið bíður skipbrot


    Skýrsla Hafró sýnir einfaldlega skipbrot núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfis. Kerfið hefur algjörlega mis-
tekist að byggja upp  fiskistofnana, auk þess sem það
er gjörspillt og er að leggja heilu sjárvarplássin í rúst

   Þverpólitísk samstaða hlýtur að nást um allsherjar
uppstokkun á stjórn fiskveiða þegar í stað. Formaður
Framsóknarflokksins hefur lýst yfir vilja til að kerfið
allt verði skoðað frá grunni, og í sama streng tekur
oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, og er það vel.
Allir stjórnmálaflokkar verða að  samþykkja þverpóli-
tíska ákvörðun um allsherjar uppstokkun á þessu
kolruglaða kerfi, sem aldrei hefði átt að setja á.

   Horfi til heimabyggðar minnar Flateyri með hryllingi,
þar sem þetta skaðræðiskerfi er að því komið að legga
þorpið  í eyði.  

  - Það hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir 
móðuharðindi af mannavöldum...........  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið gaman að Framsóknarmaður skuli segja svona,og það er sko satt þetta hefur engu skilað þvi miður/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 3.6.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er ekki rétt að kerfið hafi engu skilað. Sjávarútvegurinn er að skila hagnaði í stað taps áður, en hafandi sagt það, verður að breyta kerfinu og taka tillit til nýjustu upplýsinga úr líffræðinni

Gestur Guðjónsson, 3.6.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband