Olíuhreinsunarstöð til bjargar Vestfjörðum
4.6.2007 | 16:18
Það er alveg ljóst að eftir síðustu svörtu skýrslu
Hafró um verulegan samdrátt í þorskveiðum á kom-
andi árum, auk allra áfallana í atvinnumálum Vest-
fjarða undanfarna mánuði, gæti bygging olíuhreins-
unarstöðvar á Vestfjörðum komið meiriháttar til
bjargar því samfélagi sem þar er. Það er búið að
ræna Vestfirðingum lífsbjörginni, fiskinum í sjónum,
og því ekkert annað sem við blasir þar en eymd og
volæði, ef fram heldur sem horfir. Hugmyndin um
byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum yrði
því meiriháttar bjargvættur Vestfjarða, og því er
afar brýnt að hugmyndin komist til framkvæmda
sem allra fyrst.
Umrædd olíuhreinsunarstöð yrði fjármögnuð
af erlendum fjárfestum, einkum rússneskum og
bandariskum, auk íslenzkra aðila. Orkan er fyrir
hendi, þannig að ekki þarf að koma til nýrra virk-
junarframkvæmda. Um 500 manns fá þarna trygga
og góða atvinnu, auk þess sem um 200 önnur
störf munu tengjast starfseminni. Rúm 20% af
þessum mannskap verður háskólamenntað fólk.
Þannig að innspýtingin í vestfirskt atvinnulíf og
byggðarþróun yrði gríðarleg, einmitt sem Vest-
firðingar þarfnast svo mjög í dag. Þá myndi þetta
sjálfkrafa kalla á jarðgangagerð milli Dýrafjarðar
og Arnarfjarðar, en Dýrafjörður hefur verið nefndur
sem ákjósanlegur staður fyrir slíka starfsemi.
Öll rök hniga því til þess að hugmyndin um olíu-
hreinunarstöð á Vestfjörðum verði hrint í framkvæmd
hið snarasta. Stjórnvöld og yfirvöld vestra hafa í
raun um ekkert annað að vellja, eins og ástand og
horfur eru í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.