Ingibjörg Sólrún til Miðausturlanda


    Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra sagði á Alþingi
í dag, að mikilvægt væri að íslenzk stjórnvöld kæmu
á eðlilegum samskiptum við þjóðstjórn Palestínu-
manna. Þá upplýsti hún að hún hygðist eiga gott
samstarf við utanríkisráðherra Noregs, um það
hvernig Íslendingar gætu komið að málefnum
svæðisins. Hún sagðist stefna á að heimsækja
svæðið  til að athuga hvernig við getum beitt
okkur þar.  Tilefni umræðananna var tillaga
Vinstri Grænna um að Ísland viðurkenndi  þjóð-
stjórn Palestínumanna en í henni eiga m.a sæti
hryðjuverkasamtökin Hamas.

   Þótt það geti verið gott og göfugt verkefni að
bjarga heiminum verður smáþjóð eins og Íslend-
ingar að vera raunsæir í þeim efnum og gæta
þess að blanda sér ekki  of í illvæg stríðsátök
eins og verið hafa um áratugi fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Stríðsátök sem í grunninn byggja á trúar-
legu ofstæki og öfgum íslamskra- og zíoniskra
afla.  Fræði, sem Íslendingar hafa hingað til alla
vega ekki verið þjóða femstir í.

   Athyglisvert verður að fylgjast með hvort hinn
,,nýji" tónn sem hinn nýji utanríksráðherra slær
í málefnum Miðausturlanda sé aðeins einn  af
mörgum slíkum sem vænta má í utanríkisstefnu
Íslands á næstu mánuðum og misserum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband