Staksteinar tala réttilega um barnaskap utanríkisráðherra
6.6.2007 | 11:02
Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er fjallað um
áform utanríkisráðherra að heimsækja Miðausturlönd
til þess að athuga hvernig veð getum beitt okkur
þar og lagt okkar lóð á vogaskálar fyrir betra ástandi
þar, og þá í samvinnu við Norðmenn.
Í Staksteinum segir: ,,Mikil óskaplegur barnaskapur
væri það af hálfu hins nýja utanríkisráðherra, ef hún
héldi að Íslendingar gætu komið að einhverju gagni
í Miðausturlöndum.
Auðvitað getum við engin áhrif haft þar og fáránlegt
að láta sér þetta það í hug. Þetta veit Ingibjörg Sólrún
vel. Hún veit að við gerum bezt í því að vera ekki að
þvælast fyrir Miðausturlöndum. Ástæða fyrir þessum
yfirlýsingu ráðherrans er innanlandspólitík. Hún er að
tala við vinstri arm Samfylkingarinnar og koma í veg
fyrir að Vinstri grænir geti komið höggi á hana vegna
málefna Palestínu.
En er sjálfsagt að eyða fé skattgreiðenda í ferðalög
af þessi tagi vegna pólitískra átaka hér heima fyrir?
Fyrirfram hefði mátt ætla, að Ingibjörg Sólrún yrði
jarðbundnari utanríkisráðherra en svo að hún hæfi
þann þykjustuleik að halda að smáþjóðin í norðri
geti haft einhver áhrif í Miðausturlöndum!! ."
Vert er að taka undir sjónarmið Staksteina. Það er
í senn barnalegt og fáránlegt að fara að flækja
Íslandi inn í stríðsátökin fyrir botni Miðjarðarhafs.
Stríðsátök, sem munu ALDREI linna meðan öfgahyggja
zíonista og íslamista ráða þar ríkjum.
Svo einfalt er það!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.