Gleðifréttir frá Flateyri


   Þær gleðifréttir bárust í dag frá Flateyri að
nýtt fyrirtæki Oddatá ehf kaupir allar fasteignir
og tæki Kambs á Flateyri, til að leiða uppbygg-
ingu á margþátta starfsemi með aðkomu sem
flestra aðila. Félagið stefnir m.a að  vinnslu á
frosnum og ferskum afurðum, og vonast til að
sem flestir starfsmenn Kambs haldi vinnu sinni.
Þá stefnir Oddatá að bjóða upp á aðstöðu og
leita eftir samstarfi við fleiri aðila, tengdum eða
ótengdum fiskiðnaðinum, um nýtingu annara
eigna, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

   Oddatá ehf er að stærstum hluta í eigu og undir
stjórn Kristjáns Erlingssonar. Kristján er einn af
útrásarmönnum Íslands, því hann  hefur búið á
annan áratug í Uganda, og byggt þar upp frá
grunni langstærsta fyrirtæki í Uganda  á grænmeti
og vörúflutningum í lofti.

   Kristján Erlingsson kemur því eins og bjargvættur
Flateyrar á elleftu stundu.  Kristján er Flateyringur,
systursonur Einars Odds alþingismanns.

    Færi hér með Kristjáni vini mínum heillaóskir og er
þess fullvíss að hér er um gæfuríka ákvörðun að ræða.

    Til hamingju Flateyri og Flateyringar...........
 

  

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband