Össur móðgar Vestfirðinga


      Iðnarðarráðherra Össur Skarphéðinson sem
jafnframt er ráherra byggðarmála skýrði frá því
á Alþingi í fyrradag að hann hefði þegar beitt
sér fyrir því að 20 opinber störf yrðu flutt  til
Vestfjarða.

      Vert er að taka undir Staksteina Morgun-
blaðsins í dag þegar þar er spurt hvort Össur
,,trúi því í alvöru að það sé einhver lausn  að
flytja störf á vegum hins opinbera til Vestfjarða
eða annara landshluta?."

     Og Staksteinar halda áfram og segja. ,,Það
getur ekki verið að jafn reyndur stjórnmálamaður
og Össur er láti sér það til hugar koma.

   Það er reyndar móðgun við Vestfirðinga að
iðnaðarráðherra noti tilflutning starfa sem rök-
semd í umræðum á Alþingi um vanda Vestfjarða."

   Svo mörg voru þau orð. Ef Össur hefði viljað
koma með eitthvað sem máli skiptir hefði hann
mátt tjá sig t.d um hugmynd Íslensks hátækni-
iðnaðar um að reisa olíuhreinsunarstöð á Vest-
fjörðum sem skapa myndu allt að 700 ný störf
þar.  -  Það hefði verið eitthvað  bitastætt um
vanda Vestfjarða. Hitt er móðgun eins og kom
fram hjá Staksteinum í dag.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hlítur nú að teljast alveg rassgatið á öllu að ætla að fara að vitna í Staksteina máli sínu til stuðnings. Að ég ekki tali nú um að fara með það eins og guð hafi sagt það. Ég á nú ekki von á öðru en að Vestfirðingar taki því fagnandi að fá 20 störf eða hvað það verður, burtséð frá hvað þér og Staksteinum finnst....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.6.2007 kl. 15:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo vill bara til að við Staksteinar erum innilega sammála.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.6.2007 kl. 19:23

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var stefna Samfylkingarinnar að skilgreina störf sem væru ekki staðbundin og mætti vinna hvaðan sem er. Skil ekki hvernig það getur móðgað Vestfirðinga að þangað séu flutt störf. Framsókn hefur jú verið dugleg að flytja störf og stofnanir og ég veit ekki til þess að sauðkræklingar og blönduósingar hafi verið neitt sérstaklega móðguð að fá til sín störf.

Magnús Helgi Björgvinsson, 8.6.2007 kl. 11:39

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Og þá ekki Selfyssingar Magnús.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.6.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband