Undarleg stjórnarskrárbreyting


     Í leiðara Fréttablaðisins í dag um varnir Íslands
kemur fram,  að þegar mannréttindakafli stjórnar-
skrár Íslands var endurskoðaður fyrir nokkrum árum
var ákvæðið, þar sem ,,sérhverjum vopnfærum manni"
var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauð-
syn krefði, fellt út.  Þau furðulegu rök sem færð voru
fyrir þessum breytingum fólust í því að hér væri um
tímaskekkju að ræða, því þau 120 ár sem ákvæðið
hefði verið í gildi hefði aldrei reynt á það.

    Verð að játa að það er með ólíkindum að ákvæði
sem þetta eins sjálfsagt sem það er fyrir sjálfstæða
og fullvalda þjóð, skuli hafa verið fellt út úr stjórnar-
skrá án neinnar umræðu meðal þjóðarinnar. Alla
vega man ég aldrei eftir að um þetta hafi verið
fjallað, og taldi það enn í gildi þar til leiðarahöfundur
Fréttablaðisins upplýsti mig um allt annað í dag.
Þetta er með hreinum ólíkindum, ekki síst í ljósi
gjörbreyttrar stöðu   í dag í öryggis- og varnar-
málum Íslands.

   Það er því full ástæða til að taka undir leiðara
Fréttablaðsins þar sem segir  að ,, það er því hægt
að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja
að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til
eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og
vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum
sjálfstæðum ríkjum".

   Dómsmálaráðherra hlýtur að leiðrétta þessi mistök,
og þá með einfaldri lagasetningu næst þegar þing
kemur saman strax í haust...............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband