Falun Gong krafa og önnur erlend fjöldamótmćli vísađ frá !
12.6.2007 | 20:38
Í yfirlýsingu frá Falun Gong hreyfingunni hvetja
ţau íslenzk stjórnvöld til ađ bćta fyrir framkomu
sína viđ Falun Gong iđkendur áriđ 2002 sbr. frétt
á Mbl.is í dag. En eins og kunnugt er meinuđu
íslenzk stjórnvöld réttilega ţeim inngöngu í
landiđ međan á heimsókn forseta Kína stóđ
sumariđ 2002.
Ţarna var um sjálfsagđa varúđarráđstöfun hjá
íslenzkum stjórnvöldum ađ rćđa áriđ 2002. Allt
ađ ţúsund Falun Gong liđar af allskonar erlendu
sauđarhúsi hugđust koma hingađ til lands til ađ
efna til upplausnar og óláta. Hópar sem voru af
ţeirri stćrđargráđu ađ okkar fámenna lögregluliđ
var engan veginn í stakk búiđ til ađ hafa stjórn á
slíku liđi. Ţađ er ţví fáránlegt hjá ţessari hreyfingu
í dag ađ vera međ bótakröfur á hendur íslenzkum
stjórnvöldum af ţessu tilefni. Enda verđur ţeim
vísađ á bug.
Fréttir herma í dag ađ fyrirhuguđ séu fjöldamót-
mćli hér á landi í byrjun júli gegn stóriđju hér á
landi. Ţarna er ađallega um erlenda róttćklinga
og stjórnleysingja ađ rćđa sem kenna sig viđ
borgaralega óhlýđni. Ţeir komu viđ sögu á .s.l
sumri á virkjunarsvćđum Austanlands eins og
kunnugt er. Íslenzk stjórnvöld eiga ţví ađ beita
ţessu liđi sömu tökum og ţau beittu Falun Gong
og meina ţeim landvíst. Meirihluti ţessa hóps eru
atvinnumótmćlendur og skráđir sem slíkir í afbrota-
skrár erlendra lögregluyfirvalda sem íslenzk löggćsla
hefur ađgang ađ.
Ţađ er ólíđandi ađ allskonar erlendir uppvöđslu-
hópar og óróaseggir geti ruđst hér inn í landiđ ár eftir
ár og skapađ hálfgert stríđsástand međ ţví ađ virđa
hvorki lög né reglur. - Slíkt ástand verđur ađ stöđva!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.