Um borð í þýzku herskipi
16.6.2007 | 15:07
Uppliðfði það í fyrsta sinn að komast um borð í herskip.
Og ekki sakaði að þetta var þýzk freigáta, en Þýzka
herskipið FGS SACHSEN liggur nú í Reykjavíkurhöfn
ásamt tveim öðrum, bandarisku og spönsku, en öll
þrjú mynda þau Fyrsta fastaflota Atlantshafsbanda-
lagsins. Skipin eru að koma úr æfingum utan ströndum
Norður-Noregs.
Þýzka freigátan SACHSEN er meiriháttar full-
komið herskip búið nýtisku vopnum og tækjum
sem völ er á. Það er 143 m langt, 18 m breitt, og
er 5,600 tonn. 2 þyrlur eru meðal helstu tækja
skipsins. Skipið nær 30 sjómílna hraða á klst, og
í áhöfn eru 255 manns. Árið 2004 heiðraði þýzki
varnarmálaráðherrann Peter Struk áhöfnina
fyrir vel unnar æfingar utan vesturströnd Banda-
ríkjanna. Heimahöfn Sachens er Wilhelmshaven.
Óhætt er að fullyrða að svona heimsóknir herja
Atlantsjahsbandalagsins er okkur Íslendingum
mikilvægar í ljósi gjörbreyttrar stöðu í öryggis-
og varnarmálum eftir brotthvarf bandariska her-
sins af Íslandi. Sérstök samvinna við Dani og
Norðmenn í varnar-og öryggismálum er nú að
byggjast upp, og viðræður við Þjóðverja hafa
farið fram um slík mál. Þýzkaland er eitt af öflug-
ustu herveldum NATO og hefur ætíð sýnt Íslending-
um míkla vináttu og áhuga. Eftir að bandariski
herinn fór hafa þýzkar herflugvelar í dag mesta
viðkomu herflugvéla á Keflavíkurfligvelli. - Við eigum
því að byggja upp sérstaka samvinnu við Þjóðverja
samhliða samvinnu okkar við Dani og Norðmenn
á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta eru þær þjóðir
sem standa okkur næst hvað vináttu og skilning
varðar. - Heimsókn mín í þýzka herskipið SACHSEN
í dag sannfærði mig ennþá frekar um þá skoðun.
Tekið skal fram að Sachsen er opið öllum til skoðunar
í dag og á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.