Eflum ţýzkukennslu í kjölfar aukinna Evrópusamskipta.


        
  Íslendingar eru Evrópuţjóđ. Frá seinni heims-
styrjöld hafa engilsaxnesk áhrif veriđ mikil  á
íslenzkt samfélag, ekki síst eftir ađ bandariskur
her kom hingađ til  lands. Nú eftir brotthvarf
bandariska hersíns eru allar líkur á ţví ađ hin
engilsaxnesku áhrif minnki til muna, og ađ
Ísland halli sér mun meira ađ Evrópu, og ţá
einkum ađ ţeim ţjóđum sem okkur eru skyld-
astar. - Ţetta er mjög  jákvćđ ţróun.

   Ein af ţeim Evrópuţjóđum utan Norđurlanda-
ţjóđa sem Íslendingar eiga ađ horfa til eru
Ţjóđverjar. Ekki bara vegna einstakrar vináttu
Íslendinga og Ţjóđverja, heldur vegna ţess
forystuhlutverks sem Ţjóđverjar munu skipa í
Evrópu í framtíđinni, einkum innan Evrópusam-
bandsins. Innan Evrópska efnahagssvćđisins
er ţýzkan útbreiddasta máliđ, en rúmlega 100
milljónir manna hafa ţýzku ađ móđurmáli.  Í 
ţessu sambandi er vert ađ minna á athyglisverđa
grein Jóns Axels Harđarsonar prófessors í Mbl. 15
júni s.l  ţar sem hann segir ,,ţýzkukunnátta eykur
mjög skilning manna á Norđurlandamálunum dönsku,
norsku og sćnsku vegna ţeirra miklu áhrifa sem
ţýzka hefur haft á ţau." Jón segir ţađ alvarleg
mistök ađ dregiđ hafi úr ţýzkukennslu í fram-
haldsskólum og segir ,,Ţađ ćtti ađ vera partur af
skynsamlegri menntastefnu ađ auka aftur hlut
ţýzkunnar í námsframbođi framhaldsskólanna.
Um leiđ ćttu yfirvöld menntamála ađ stuđla ađ
bćttri menntun ţýzkukennara."

    Sem fyrr segir eru breyttir tímar framundan í
samskiptum Íslands viđ umheiminn. Ísland mun
stórauka samskipti sín viđ Evrópu samhliđa ţví
sem samskiptin vestur um haf munu stöđugt
fara minnkandi. Eđa eins og sagđi í leiđara
Mbl. 15 júni s.l varđandi samskipti Íslands og
Bandaríkjanna. ,,Ţađ er lítiđ eftir um ađ tala
í samskiptum ţessara tveggja ţjóđa. "

   Í kjölfar fyrirsjáanlegra stóraukinna samskipta
okkar viđ Evrópa er góđ ţýzkukunnátta lykilinn
ađ slíkum samskiptum.  Hún er í raun dyrnar ađ
Evrópu framtíđarinnar..........

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband