Spenna innan ESB um nýjan sáttmála


     Leiðtogafundur ESB stendur nú yfir og ríkir mikil
spenna um nýjan sáttmála sem ætlað er að komi
í stað fyrirhugaðrar stjórnarskrá Evrópussamband-
sins. Bretar og Pólverjar hafa lýst andstöðu við
tillögunar um sáttmálann.

    Bretar segjast ekki vilja afsala sér frekara valdi til
ESB svo sem í ýmsum sviðum  pólitiskra, efnahagslegra
og félagslegra þátta. En til stendur að réttindasátt-
máli ESB verði gerður lagalega bindandi í aðildar-
ríkjunum.

   Pólverjar eru hins vegar mótfallnir hugmyndum um
atkvæðavægi einstakra ríkja innan ESB eftir breyting-
garnar, sem þeir seigja að komi stórum löndum eins
og Þýzkalandi fyrst og fremst  til góða. Fyrst þjóð jafn
fjölmenn og Pólverjar hafa áhyggjur af slíku áhrifaleysi
geta menn rétt ímyndað sér hversu mikil  áhrif Ísland
væru innan slíks ríkjabandalags, kæmi til þess að Ísland
gerðist aðili að Evrópusambandinu.

   Innan ESB virðist fara vaxandi spenna eftir því sem
aðildarríkjum fjölgar, enda hagsmunir ólíkir og viðhorf
mismunandi. Nýjasta birtingin um slík viðhorf sem 
komu fram á fundinum í gær,  voru orð Kaczynski,
forseta Póllands þess efnis, að íbúar Póllands væru
mun fleiri í dag ef ekki hefði komið til seinni heims-
styrjaldar, (sem þeir kenna Þjóðverjum um)  og vill
að tekið sé tillit til þeirrar staðreyndar. -  Þegar
svo  langt er seilst í vafasömum rökum er ekki von
á góðu............

     Það verður æ augljósara hversu rétt það er að
Ísland standi utan hiðs  miðstýrða og ólýðræðislega
Evrópusambands, sem á eftir að sundrast í fyllingu
tímans......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband