Ruglið um Öryggisráðið heldur áfram


    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
hefur ráðið Kristínu Á. Árnadóttir, skrifstofustjóra
borgarstjórnar Reykjavíkur, til að stýra framboði
Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en
kosningin fer  fram á Alsherjaþingi S.Þ á næsta
ári.

   Hér er enn eitt ruglið á ferðinni varðandi þetta
fáránlega framboð. Fyrir liggur, að litlar sem engar
líkur eru á að Ísland hljóti kosningu í ráðið. Samt
er haldið áfram að ausa fleiri hundruð milljónum
í þetta gæluverkefni örfárra misvitra stjórnmála-
manna. Ávinningur þjóðarinnar er enginn að kom-
ast í þetta ráð. Ókostirnir eru hins vegar fjölmargir,
m.a sá að flækja Íslandi í erfið aðþjóðleg deilumál.
Ef fram heldur sem horfir, gæti heildarkostnaður
við ruglið farið hátt í milljarð króna.

   Það er með ólíkindum hvað  þetta rugl ætlar að
vinda upp á sig. - Ekki síst vegna þess að öllum
þeim miklu fjármunum sem varið er í þetta væri
mun  betur varið í ótal brýnni verkefni innanlands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála öllu í þessari grein. Við hana má bæta, að aðalkostnaði og tíma Öryggisráðsins er sóað í málefni Afríku, þar sem nær allar þjóðirnar fá undir 5,0 í spillingareinkunn (skv. Transparency International). Við mokum þá þessum milljarði í að eltast við spilltustu herra jarðar í einni gjöfulustu álfu jarðar í stað þess að sinna málefnum heima á Íslandi, þar sem ætti að vera hægt að sjá í hvað peningarnir fara.

Ívar Pálsson, 5.7.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Utanríkisþjónusta Íslands hefur þanist út og er að verða eins og hjá milljóna þjóð. Hversu bættari erum við með því?

Ég er ósammála Ívari um það að við sem búum í ríkustu löndum heims eigum ekkert að aðstoða þær þjóðir sem fátækastar eru vegna spillingar. Mikill hluti hjálpar Íslendinga er fólginn í menntun og með aukinni menntun fæst betri stjórnhættir (vonandi).

Framboð til öryggisráðssins gagnast okkur mun minna en ef við notuðum fé sem fer i utanríkisþjónustu til þróunaraðstoðar. Þróunaraðstoð sem styður þjóðir til sjálfsbjargar og lækkun tolla á framleiðsluvörur þróunarríkja verður okkur mun betra veganesti þegar við viljum koma að "okkar" málum en þátttaka í ráði sem gefur út rétt til stríðsátaka.

Jón Sigurgeirsson , 6.7.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband