Rugliđ um Öryggisráđiđ heldur áfram


    Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráđherra
hefur ráđiđ Kristínu Á. Árnadóttir, skrifstofustjóra
borgarstjórnar Reykjavíkur, til ađ stýra frambođi
Íslands til Öryggisráđs Sameinuđu ţjóđanna, en
kosningin fer  fram á Alsherjaţingi S.Ţ á nćsta
ári.

   Hér er enn eitt rugliđ á ferđinni varđandi ţetta
fáránlega frambođ. Fyrir liggur, ađ litlar sem engar
líkur eru á ađ Ísland hljóti kosningu í ráđiđ. Samt
er haldiđ áfram ađ ausa fleiri hundruđ milljónum
í ţetta gćluverkefni örfárra misvitra stjórnmála-
manna. Ávinningur ţjóđarinnar er enginn ađ kom-
ast í ţetta ráđ. Ókostirnir eru hins vegar fjölmargir,
m.a sá ađ flćkja Íslandi í erfiđ ađţjóđleg deilumál.
Ef fram heldur sem horfir, gćti heildarkostnađur
viđ rugliđ fariđ hátt í milljarđ króna.

   Ţađ er međ ólíkindum hvađ  ţetta rugl ćtlar ađ
vinda upp á sig. - Ekki síst vegna ţess ađ öllum
ţeim miklu fjármunum sem variđ er í ţetta vćri
mun  betur variđ í ótal brýnni verkefni innanlands.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála öllu í ţessari grein. Viđ hana má bćta, ađ ađalkostnađi og tíma Öryggisráđsins er sóađ í málefni Afríku, ţar sem nćr allar ţjóđirnar fá undir 5,0 í spillingareinkunn (skv. Transparency International). Viđ mokum ţá ţessum milljarđi í ađ eltast viđ spilltustu herra jarđar í einni gjöfulustu álfu jarđar í stađ ţess ađ sinna málefnum heima á Íslandi, ţar sem ćtti ađ vera hćgt ađ sjá í hvađ peningarnir fara.

Ívar Pálsson, 5.7.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Utanríkisţjónusta Íslands hefur ţanist út og er ađ verđa eins og hjá milljóna ţjóđ. Hversu bćttari erum viđ međ ţví?

Ég er ósammála Ívari um ţađ ađ viđ sem búum í ríkustu löndum heims eigum ekkert ađ ađstođa ţćr ţjóđir sem fátćkastar eru vegna spillingar. Mikill hluti hjálpar Íslendinga er fólginn í menntun og međ aukinni menntun fćst betri stjórnhćttir (vonandi).

Frambođ til öryggisráđssins gagnast okkur mun minna en ef viđ notuđum fé sem fer i utanríkisţjónustu til ţróunarađstođar. Ţróunarađstođ sem styđur ţjóđir til sjálfsbjargar og lćkkun tolla á framleiđsluvörur ţróunarríkja verđur okkur mun betra veganesti ţegar viđ viljum koma ađ "okkar" málum en ţátttaka í ráđi sem gefur út rétt til stríđsátaka.

Jón Sigurgeirsson , 6.7.2007 kl. 08:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband