Ríkisstjórn lífskjaraskerðinga


    Það er alveg ljóst að ákvörðun ríkisstjórnarinnar
um stórskerðingu á  þorskvóta ásamt léttvægum
mótvægisaðgerðum hefur í för með sér gríðarlega
lífskjaraskerðingu víða um land. Viðbrögð manna
í sjávarbyggðum víðsvegar um land eru öll á sömu
lund. Hrun blasir við og mótvægisaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar sagðar brandari. Aðferðafræði Hafró
er harðlega gagnrýnd, og réttilega spurt hvernig í
ósköpunum það sé tæknilega framkvæmalegt að
veiða 100.000 tonn af ýsu með 130.000 tonn af
þorski sem meðafla?  - Nei auðvitað er það gjörsam-
lega út í hött en sýnir skýrast hversu svokölluð
fiskveiðiráðgjöf er komin útúr öllum kortum.

   Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eins
og ríkisstjórnir þessara sömu pólitísku afla áður fyrr
ætlar að verða þjóðinni dýrkeypt. Síðast þegar þessi
pólitísku öfl skiluðu af sér fyrir rúmum 12 árum vant-
aði 12.000 ný störf og atvinnuleysi og samdráttur
var þá skv. því.  Nú virðist allt stefna í sama farið
aftur, ríkisstjórn lífskjaraskerðinga er tekin við...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Guðmundur Jónas, og þökk fyrir allt gamalt og gott !

Mæl manna bezt. En............................... því er nú andskotans verr, Guðmundur minn; að félagar þínir, í Framsóknarflokknum eiga þarna allmikla sök á, eins og sagan sýnir, glöggt. Það rétt  lætir samt aldrei, þessa aðför dauðahryglukapítalismans, á hendur sjávarbyggðunum; augljós og skýr skilaboð stjórnarflokkanna, um; hvörsu lítilvæg landsbyggðin er, í huga þessa fólks. Gunnlaugur Finnbogason, á Vestfjörðum á kollgátuna, þá hann segir, að ei skuli hafa ráð Hafrannsókna stofnunar, né Fiskistofu; að nokkru, heldur sæki menn þann afla, hvör verið hafi, um aldir, að óbreyttu. Styð sjónarmið Gunnlaugs fyllilega, í þessum efnum. Tími kominn til, að andæfa pappíra fræðingunum, við miðbik Faxaflóans.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband