Tvískinnungur Vinstri grænna


    Vinstri grænir eru auðvitað við sama heygarðshornið
og styðja hina stórumdeildu ákvörðun ríkisstjórnarinnar
að fara með þorskvótann niður í 130.000 tonn. Þetta
er alveg dæmigert um Vinstri-græna. Þótt gríðarleg
lífskjaraskerðing blasir við þúsundum manna um land
allt, og fyrirtæki munu fjölmörg hætta starfsemi eða fara
í gjaldþrot, skulu afar umdeild náttúruvísindi njóta vafans
hjá VG umfram lífsviðurværi fjölda fólks og fyrirtækja víðs-
vegar um land.

   Afstaða Vinstri grænna þarf hins vegar ekki að koma á
óvart. Hins vegar er vert að vekja athygli á tvískinnungi
í þeirra málflutningi. Á sama tíma sem þeir styjða stór-
skerðingu á þorskvóta sem byggð er á mjög umdeildum
forsendum Hafró, berjast þeir hatræmmt á móti öllum hval-
veiðum þar sem þetta sama Hafró leggur til verulegar
veiðar á. Enda éta hvalir hvorki meir né minna en 6 milljón
tonn af fæðu við Ísland árlega, þar af 3 milljón tonn af fiski,
s.s þorski og loðnu. Þannig að með sama áframhaldi munu
hvalir éta okkur út á gaddinn innan fárra ára.  Eitthvað
sem Vinstri-grænir virðast bara vera MJÖG ánægðir með.

   Það er gott að hafa aldrei skilið hugmyndafræði Vinstri
grænna!.............
   

    


   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband