Landhelgisgæslan tengis ekki byggðastefnu
10.7.2007 | 13:14
Það er fráleitt að tengja Landhelgisgæsluna byggðastefnu,
og að hana eigi að flytja eins og aðrar ríkisstofnanir út um
land. Raddir þess efnis hafa enn aftur heyrst í kjölfar mikils
niðurskurðar á þorskvóta. - Menn verða að átta sig á að
hlutverk Landhelgisgæslunnar hefur gjöbreyst eftir brottför
bandariska hersins, og mun hún í æ ríkari mæli tengjast
vörnum landsins í náinni framtíð.
Framtíðarstaðsetning Landhelgisgæslu hlýtur að vera á
Keflavíkurflugvelli og hafnarsvæðinu í Helguvík. Á Kefla-
víkurflugvelli eru mikilvæg hernaðarmannvirki sem nú
þegar munu nýtast til ýmissa heræfinga á vegum Nató,
og aðstöðu fyrir Nató-flugsveitir. Samstarf og samvinna
Landhelgisgæslu við starfsemi Nató-herja hlýtur að stór-
aukast á næstu árum. Uppbygging Landhelgisgæslu og
starfsemi henni tengd hlýtur því að byggjast þar upp.
Íslendingar þurfa á næstu árum að verja verulegu
fjármagni í öryggis- og varnarmál. Stækkun og eflingu
Víkingarsveitar er þar mjög brýn, auk uppbyggingu
varaliðs eins og dómsmálaráðherra hefur boðað.
Allt þetta hlýtur á einn eða annan hátt að tengjast starf-
semi Landhelgisgæslunnar.
Það eru kominir gjörbreyttir tímar í öryggis- og varnar-
málum Íslands, sem Íslendingar verða nú að bregðast
skjótt við sem sjálfstæð og fullvalda þjóð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.