Hvar er afstaða byggðaráðherra varðand olíuhreinsunarstöð?
10.7.2007 | 21:24
Athygli vekur að í allri umræðunni um mótvægisaðgerðir
ríkisstjórnarinnar gagnvart miklum aflasamdrætti um land
allt fer lítið sem ekkert fyrir yfirráðherra byggðamála Össuri
Skarphéðinssyni. - Hann er kannski í sumarfríi, því hann
virðist hafa mjög takmarkaðan áhuga á hinni gríðarlegri
afkomuskerðingu einstaklinga og fyrirtækja víðsvegar um
land útaf stórskerðingu stjórnvalda á þorskkvóta.
Þar sem yfirráðherra byggðamála er líka iðnaðarráðherra
er ennþá eftirtektarverðara að hvorki stuna né hósti skuli
heyrast frá honum varðandi heimkomu vestfirskra sveitar-
stjórnarmanna frá Rotterdam og Leipzig þar sem skoðaðar
voru olíuhreinsunarstöðvar. En sem kunnugt er hefur Ís-
lenzkur hátækniðnaður lýst áhuga á að reisa olíuhreinsunar-
stöð á Vestfjörðum, sem myndi þýða gríðarlega uppbyggingu
fyrir þann landshluta, og sem raunar myndi bjarga byggðinni
þar eins og mál horfa í dag.
Bæjarstjóri Ísafjarðabæjar Halldór Halldórsson segist fyl-
gjandi olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum að uppfylltum
ákveðum skilyrðum. Hann segir í viðtali við Bæjarins Besta
í dag ,,að ef það eru fjárfestar sem vilja reisa þessa olíu-
hreinsunarstöð og hún stenst allar þær kröfur sem við gerum
til umhverfis- og öryggismála þá VERÐUR ÞETTA GERT."
Komið hefur fram að umhverfismat og áreiðanleikakönnun
sem svona olíuhreinsunarstöð þarf að fara í er afar dýr og
ljóst að sveitarfélög á Vestfjörðum ráða ekki við þann kostnað.
Þar þarf ríkisvaldið að koma inn og það strax eftir að jákvæð
viðbrögð vestfirskra sveitarstjórnarmanna liggja nú fyrir.
En hver er afstaða yfirráðherra byggðamála og iðnaðarráðherra
í þessu máli? Tómlæta hans virðist algjört. Afstaða hans virðist
engin! -
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sá í fréttum í gær að hann hafði tíma til að rúnta á H2 bílnum frá Heklu, þannig að hann er líklegast upptekinn við það í stað þess að huga að byggðamálum.
Gestur Guðjónsson, 12.7.2007 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.