Af moskum


   Oftar en ekki virðast moskur tengjast átökum innan
íslams. Í Fréttablaðinu í dag segir t.d  að Maulana
Abdul Aziz, hinn handtekni æðstiklerkur Rauðu mosk-
unnar í Íslamabad hafi sagt við útför hins fallna bróður
síns, helsta leiðtoga uppreisnarmanna moksunnar.
,,Ef guð lofar, þá verður íslömsk bylting brátt gerð í
Pakistan. Blóð píslarvottanna mun bera ávöxt."

   Sagt er að árás hersins á Rauðu moskuna hafi orðið
vatn á myllu strangtrúaðra múslima í Pakistan og bæði
talibanar og al-Kaída hafi nú boðað hefndaraðgerðir.

  Í annari frétt í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að
minnihlutinn í borgarráði segi brýnt að múslimar í
Reykjavík fái lóð undir mosku í borgarlandinu.  Í bókun
minnihlutans segir.

   ,, Jafnframt er það áréttað að múslimar í borginni
hafi beðið í tæp sjö ár eftir lóð undir mosku. Það er
því brýnt að þeir fái úrlausn sinna mála HIÐ SNARASTA."

   Undir þetta rita Vinstri-grænir, Samfylkingin og
sjálfur áhreyrnarfulltrúi F-listans.

   Jaso!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband