Fréttir af moskum


    Stríðsástandið kringum Rauðu moskuna í Islamabad
í Pakistan er enn í fersku minni. Í kjölfarið stendur yfir
mikil hryðjuðjuverkaalda strangtrúaðra múslima, talibana, 
og manna er tengjast al-Kaída víða um Pakistan, enda
þeim hótað eftir að her og lögregla rýmdi moskubygg-
inguna, og upprætti þá hryðjuverkastarfsemi sem þar
fór fram.

   Nú berast fréttir frá Ítalíu um að ítalska lögreglan hafi
handtekið fjölda manns frá  Marokkó í bænum Perugia í
gær. Höfuðpaurarnir  hafi notað Ponte  Felcino-moskuna
til að þjálfa menn í bardagalist, kenna þeim sprengju og
eiturgerð, og hvernig eigi að stýra Boeing 747-þotum.
Kemur fram í fréttinni að ítalska leynilögreglan hafi
unnið að málinu í tvö ár.

  Í Fréttablaðinu 13 júlí sagð að minnihlutinn í borgar-
stjórn Reykjavíkur hafi skorað á borgarstjórn að flytja
afgreiðslu leyfis um byggingu mosku í Reykjavík.

  Tekið skal fram, að fréttir þessar tengjast á engan
hátt hvor annari.........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Guðmundur Jónas !

Þakka þér skilvísar greinar, hér á spjallsíðum, að vanda. Þótt við séum á öndverðum meiði, hvað varðar Framsóknarflokkinn, og hans stefnumið; vil ég segja þetta.

Þú, Guðmundur ert einn þeirra ármanna, hverjir vilja opna augu Íslendinga fyrir þeirri miklu vá, hver af Múhameðstrú stafar. Þú nefnir, hér að ofan réttilega, þá heimskulegu, já skrifa og segi; þá áskorun minnhluta borgarstjórnar Reykjavíkur, um mosku byggingu nokkra, sem þeir Múhameðsku hafa farið fram á.

Þarna eru nokkrir íslenzkir KJÁNAR að bjóða stórri hættu heim. Þessar byggingar eru gróðrastíur öfga og undirferlis, og alls endis óvíst, hversu íslenzkum yfirvöldum tækist að sporna við fæti þarna, yrði þetta samþykkt. Auðkennandi fyrir þá vinstri menn, misskilin góðmennska eða hrein og klár heimska, sem að baki býr. Þjóðhættulegt !

Má til, að endingu; að nefna við þig. Var, fyrir stundu að skensa Bjarna Harðarson alþm., fyrir lofgjörð hans um flandur hinnar ágætu frænku minnar; Ingibjargar Sórúnar Gísladóttur til Mið-Austurlanda. Það var þá helzt.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason 

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband