Einar Oddur kvaddur
25.7.2007 | 17:51
Síđdegis fór fram í Hallgrímskirkju minningar- og
kveđjuathöfn um vin minn Einar Odd Kristjánsson.
Mannfjöldinn var gífurlegur og athöfnin mjög virđu-
leg. Mátti sjá ţar m.a helstu ráđamenn ţjóđarinnar,
s.s forsetan, ráđherra og ţingmenn. Ekki fór ţví milli
mála, ađ hér var veriđ ađ kveđja stórbrotinn og merkan
mann, sem skiliđ hefur eftir sig mörg merk spor í sögu
ţjóđarinnar.
.
Ég var ţess gćfu ađnjótandi ađ fá ađ starfa á skrifstofu
Hjálms hf á Flateyri hjá Einari Oddi yfir 20 ár. Ţađ vćri ađ
bera í bakkafullan lćkinn ađ fara hér ađ skanna lífshlaup
Einars. Miklu fremur ađ fókusa á alla ţá mannkosti sem
hann hafđi ađ bera. Ţví Einar Oddur var ávalt heilsteypur,
hreinskilinn og tilfinningaríkur, og kom ćtíđ til dyranna eins
og hann var klćddur. Húmoristi sem gat svo sannarlega séđ
spaugilegar hliđar á lífinu og tilverunni hverju sinni, jafnframt
ţvi ađ skynja alvöru lífsins ţegar viđ átti. En umfram allt var
Einar Oddur mađur friđar og sátta, sem m.a kristallađist í ţjóđ-
arsáttinni svokölluđu, sem hann var arkitektinn ađ, og ţeim
stöđugleika og framförum sem ţjóđin hefur notiđ síđan. Já, Einar
Oddur var ţjóđ sinni og samferđamönnum álvalt dyggur og
ráđagóđur, og ţess vegna er hann svo sárt saknađ af mörgum
í dag....
Um leiđ og ég votta Sigrúnu Gerđu, Brynhildi, Kristjáni Torfa,
Teiti Birni og öđrum ađstandendum mína dýpstu samúđ,
vil ég ţakka Einari Oddi fyrir öll okkar góđu og gömlu kynni,
og allt ţađ sem hann mér gaf.
Guđ blessi minningu Einars Odds Kristjánssonar, ţess
góđa og merka manns !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.