Hætta á öfgahópum fer vaxandi


    Í athyglisverðu viðtali við Jóhann R. Benediktsson
lögreglustjóra á suðurnesjum í DV í dag segir hann m.a
að ,,  öfgastefnum  er að vaxa fiskur um hrygg þar sem
aðallega er um að ræða trúarofstæki sem tengist íslömsk-
um öfgahópum en nátengdir því eru umhverfisöfgamenn
sem eru einn hópurinn sem sífellt verður ofstækisfyllri."

    Jóhannes segir að þótt  hryðjuverk séu ýktasta formið á
öfgastefnum sem enn séu í allnokkurri fjarlægð frá okkur í
dag, breytir það ekki því að öfgastefnur hafa fengið
aukinn byr í nágrannalöndum okkar eins og í Danmörku
og Noregi. Jóhannes segir að ,,það þýðir ekki að berja
höfðinu við steininn og halda því fram að eitthvað þessu
líkt geti ekki gerst hér á landi, því ef það er til staðar í
nágrannalöndum okkar og fer vaxandi, verður við að
taka því alvarlega og undirbúa okkur í samræmi við það".

    Þetta eru orð í tíma töluð og ber heilshugar að taka
undir þessi orð okkar fremsta sérfræðings í þessum
málum. Einmitt þessa dagana og vikur höfum við orðið
vitni af umhverfisöfgamönnum sem farið hafa um allar
trissur og gert allskonar óskunda, þverbrotið lög og
reglur  og unnið skemmdarverk undir öfugmælanafninu
,,Saving Iceland".  - Enginn veit hvaða ófögnuður getur
birtst næst. Þess vegna þurfum við á að halda öflugri
löggæslu, og setja aukið fjármagn til að stórefla hana
og sérstakar öryggissveitir í tengslum við þjóðaröryggi.
Það hefur vel verið unnað að þessum málum einkum
eftir brottför bandariska hersins. Björn Bjarnason hefur
þar unnið mjög gott starf og því vert að taka undir með
Jóhannesi  varðand uppbygginu öryggsmála í seinni
tíð. ,, Kraftur og áhugi Björns Bjarnasonar er mjög stór
þáttur í þeirri uppbyggingu sem orðið hefur hér á landi".

  En betur má ef duga skal. Helsta áhyggjuefnið varðandi
áframhaldandi efldar áherslur í öryggis- og varnarmálum
þjóðarinnar er sá, að nú er komið nýtt vinstrisinnað afl að
landsstjórninni, sem hingað til hefur verið úrtöluflokkur í
þessum málum eins og í svo mörgum öðrum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband