Þjóðverjar komi að loftvörnum Íslands


   Eftir að NATÓ hefur nú samþykkt að koma að eftirliti
með lofthelgi Íslands, á eftir að útfæra það eftirlit nánar,
og ákveða hvaða Nató-ríki komi þar að máli. Fyrir liggur
að bæði Norðmenn og Danir eru reiðubúnir að taka ríkan
þátt í vörnum Íslands, þá hafa Kanadamenn sýnt auknu
varnarsamstarfi við Ísland áhuga. Í maí s.l fóru fram við-
ræður við Þjóðverja, en þeir hafa sýnt mikinn áhuga að
koma að loftvörnum Íslands. Sú staðreynd, að Þjóðverjar
eru sú Nató-þjóð sem næst mest notaði Keflavíkurflugvöll  
til millilendinga fyrir þýzkar herflugvélar, fyrir  brottför
bandariska hersins, hlýtur að vega mjög þungt nú þegar 
valið kemur að því hvaða þjóðir munu taka þátt í eftirliti
NATÓ með lofthelgi Íslands.

   Þjóðverjar eru í dag eitt öflugasta herveldi NATÓ og
forysturíki innan ESB. Ævaforn vinátta og sterk menn-
ingarleg tengsl Íslendinga og Þjóðverja er staðreynd,
en  þau tengsl þurfa að STYRKJAST ENN FREKAR, ekki
síst á hinu pólitíska sviði. - Aðkoma Þjóðverja að loft-
vörnum Ísland yrði mikilvægt skref í þá átt.!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband