Mótvægisaðgerðir í skötulíki
2.8.2007 | 21:18
Enn sem komið er virðast mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar
vera í skötulíki. Bæði eru þær afar óljósar, koma seint og illa fram,
og virðast lítið snerta þau fyrirtæki og einstaklinga sem verst
munu fara vegna þorskvótaskerðingarinnar. Þær aðgerðir sem
byggðamálaráðherra hefur til þessa kunngert benda til að sá
ágæti maður sé staddur í allt öðrum heimi en þeir sem horfa
fram á gífurlega erfiðleika þegar kemur fram á næsta ár. Því
ráðherra virðist alls ekki gera sér grein fyrir umfangi vandans
eins og einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins benti á í dag.
Hann fullyrti að ef þorskkvótaskerðingin í Grindavík og Vest-
mannaeyjum yrði heimfærð í veltutölur upp á höfuðborgar-
svæðið, væri verið að tala um hundrað milljarða veltutap á
því svæði. Menn gætu rétt ímyndað sér afleðingar af slíku.
Framlag til Byggðastofnunar um kr.1.2 milljarða eru því
eins og dropi í hafið og gera ekki mikið meira en að koma
eiginfjárstöðu stofnunarinnar í eðlilegt horf. Flýting á vega-
framkvæmdum um landið og eflingu frjarskipta hefur ekkert
með stöðu þeirra að gera sem mest verða fyrir kvótasam-
drættinum. Tilkynning ráðherra um flutning opinberra starfa
til Vestfjarða er nánast brandari. Bæði það að mörg þessara
starfa var þegar ákveðið að flytja, svo hitt að þau vega á
engann hátt upp á móti öllum þeim störfum sem munu
tapast í ár. Þá hefur ráðherra gerst sérstakur talsmaður
andstæðinga þess að allt verði kannað og reynt til að
byggja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Hinar úreltu og
tilgangslausu sósíalisku hygmyndir ráðherra skulu hins
vegar ráða ferð...
Þá er enn og aftur vert að minna á þann brandara, að
tillögurnar um 130.000 tonn af þorsk og 100.000 tonn
af ýsu sem leyfilegt verður að veiða á næsta ári er tækni-
lega óframkvæmalegt. Það að ríkisstjórnin skuli koma með
slíka rugltillögu segir allt um hana sjálfa. Hún er því einnig
sjálf komin í skötulíki ..........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.