Sósíalistar í ríkisstjórn
3.8.2007 | 10:49
Morgunblaðið virðist hafa áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar
varðandi þær mótvægisaðgerðir sem hún hefur boðað vegna
stórskerðingar á þorskkvóta. Í leiðara Mbl í dag er spurt. ,,Getur
verið að núverandi ríkisstjórn ætli að hverfa til gamals styrkja-
kerfis, sem búið var að þurrka út?". -
Það sem Morgunblaðið og fl. þurfa að átta sig á er að nú er
komin ný ríkisstjórn. Í stað framfarasinnaðar borgaralegrar
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem stóð
fyrir mesta hagvaxtaskeiði í sögu þjóðarinnar, er kominn ríkis-
stjórn þar sem sósíalistar eiga aðild að. Samfylkingin er nefni-
lega samsull af vinstrisinnuðum sósíaldemókrötum og sósíal-
istum. Þessi öfl hafa allt aðra hugmyndarfræði um hvernig
eigi að stýra þjóðarskútunni heldur en sú frjálslynda ríkisstjórn
sem undan fór. Ríkisforsjáin er þegar farin að birtast, eins og
í svokölluðum mótvægisaðgerðum, og sem Mbl. gerir réttilega
athugasemdir við. Nú á ríkið að fara að vafsast í hlutunum,
útdeila fjármunum og stöðugildum út og suður, í stað þess
að skapa skilyrði fyrir áframhaldandi kröftuga uppbyggingu
atvinnulífsins, m.a með skynsamlegri nýtingu auðlinda.
Nú hefur nánast allt verið sett á stopp sem eykur virðisauka
og hagvöxt, en miklar spekulasjónir hins vegar settar í gang
um hvernig auka megi ríkisútgjöldin án þess að tekjur komi á
móti. Alveg dæmigerð vinstrimennska, sem Sjálfstæðisflokkur-
inn ákvað að innleiða með því að ganga til samstarfs við Sam-
fylkinguna, þótt fyrrveraldi farsæla ríkisstjórnarsamstarf hafi
staðið áfram til boða.. Afleðingarnar eiga því ekki að koma
mönnum á óvart. Þvert á móti !
En það sem verra er. Þetta er bara byrjunin!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér finnst mér Guðmundur, dálítið erfitt að átta mig á hvert þú vilt láta hlutina fara? Miðað við næsta pistil á undan "eru mótvægisaðgerðir allt of seint fram komnar og allt of litlar" en hér virðist mér aðalmálið vera, skammir vegna þess að "Byggðasjóðsræksnið" er eflt og því ætlað að að koma að málum hjá þeim sem bankarnir ekki vilja? Hér tekurðu mjög undir þær skoðanir Styrmis að það eigi að láta skeika að sköpuðu og þær útgerðir og byggðarlög sem ekki geta fótað sig, fari bara í hendurnar á Brimi og Samherja, það er ekki nokkur leið að skilja þig öðruvísi. Þú verður að leiðrétta mig ef ég er að misskilja, en þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem unnið hefur hvað mest tjón á einstaklingsútgerð í þessu guðsvolaða "kvótakerfi Framsóknar og andskotans" og það má svo sem segja að það sé bara formsatriði að klára þetta og koma þessu í draumafarveginn, að hér verði bara 4-6 stórir aðilar í veiðum, (og þar með vinnslu eins og vinnubrögðin eru núna) og einhverjir fáir trillukarlar þess utan.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.8.2007 kl. 08:20
Hafsteinn. Fyrir það fyrsta er ég í hópi þeirra fjölmörgu sem álíta
að ríkisstjórnin hafi farið allt of geyst í niðurskurði á þorskafla.
150.þúsund-160.000 þúsund tonn hefði verið í lagi, enda LÁGMARK
ef á að veiða 100 þús tonn af ýsu. Bara út frá því er ekki heil brú´í
tillögu ríkisstjórnarinnar. Samhliða 160.þús tonna þorskveiðikvóta
hefði þurft að fara í mun markvíssari rannsóknir á þorskstofninum svo og STÓRÁTAK í að grisja hvalastofnin. Ekkert af þessu er gert,
heldur er farið í það að ausa úr ríkiskassanum að hætti ykkar vinstrimanna, í staðin fyrir að framfylgja framfarasókn fyrri ríkisstjórnar í að byggja upp allskyns stóriðju í landinu, þar sem
bæði hugvit og auðlindir eru notaðar. Bendi á eitt dæmi. Byggð
á Vestfjörðum hefur farið mjög hallloka og ekki bætir kvótaskerðingin ástandið. Hugmynd um byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum þar sem einkaaðilar koma að öllu leiti að er strax blásinn af hjá iðnaðarráðherra. Bara dæmi um sósíaliskt hugarfar þar á bæ, þar sem stórt stopp virðist viðkvæðið á sem flestum sviðum til að skapa tekjur og virðisauka fyrir ríkissjóð. Þetta er mjög líkt hinu sóslíalska hugafari og hjá Vinstri-Grænum, enda mun stöðnun og kreppa flljótt segja til sín ef fram heldur sem horfir. Þveröfugt við hinn stórkostlega hagvöxt og framfarir sem hin BORGARALEGA ríkisstjórn Framsóknar- og Sjáfstæðisflokks stóðu fyrir s.l 12 ár.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.8.2007 kl. 11:59
Öllu má nú nafn gefa....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.8.2007 kl. 18:45
Ekki síst þegar hvalir njóta bersýnilega alls vafans fremur en
sjómenn og fólkið í sjávarbyggðunum. Raunar Ýsan líka. Því til
þess að veiða 100 þús tonn af henni verður a.m.k 160.000 tonn
af þorski meðafli. Þvílkur sósíalismi andskotans!"
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.8.2007 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.