Togast á um varnarmálin
4.8.2007 | 15:31
Í Blaðinu í dag er fréttaskýring um hin ólíku sjónarmið
stjórnarflokkanna i öryggis og varnarmálum. Nú er helst
tekist á milli utanríkisráðuneytisins og dómsmálaráðu-
neytisins um hvaða ráðuneyti skuli t.d fara með loft-
varnarkerfið og greiningardeildina. Forræðið er enn
óútkljáð hvað þetta varðar, og óljóst hver niðurstaðan
verður.
Eftir að Samfylkingin er orðin aðili að ríkisstjórn Íslands
er alveg ljóst, að ýmiss áhrifamikil vinstrisinnuð öfl innan
hennar muni allt til gera að sporna gegn þeirri markvissu
og jákvæðri uppbyggingu sem orðið hefur í í öryggis- og
varnamálum, eftir brottför bandariska hersins. Uppbyggingu
sem var mótuð í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, en þar hefur
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra unnið mjög jákvætt
starf. - Nú eru öll teikn á lofti um að á þessu verði breyting.
Sérstaklega nú þegar utanríkisráðuneytið er komið í hendur
vinstrisinnaðs ráðherra, sem einmitt hefur sótt sitt bakland
til vinstriarms Samfylkingarinnar. Vinstriarms sem gagnrýndi
harðlega stofnun Greiningardeildar lögreglu á sínum tíma,
og alveg sérstaklega hugmyndir Björns Bjarnasonar dóms-
málaráðherra að koma á fót varaliði í tengslum við lögreglu.
Það verður fróðlegt hverju framvindur í þessum málum
á næstunni, og hvort Björn Bjarnason fái næginlegan
stuðning flokks sins í baráttu sinni við vinstriöflin í Sam-
fylkingunni, sem darga vill lappirnar í öryggis-og varnamálum,
eins og í flestum öðrum málum, sem horfa til þóðarheilla.
Það voru mikil mistök Sjálfstæðisflokksins að leiða Samfylk-
inguna til valda í vor og þau neikvæðu sjónarmið sem hún
stendur fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.