Hiroshima, Nagasaki og Dresden.


   Í dag eru liðin 62 ár síðan Bandaríkjamenn frömdu einn
mesta stríðsglæp mannkynssögunar að varpa kjarnorku-
sprengu á japönsku borgina Hiroshíma með þeim afleðingum
að hátt í 200.000 manns fórust, mest óbreyttir borgarar.
Þá eru ótaldir allir sem særðust og líða enn þann dag í dag
fyrir voðaverkin. Þrem dögum síðar vörpuðu Bandaríkjamenn
enn annari vítissprengjunni á borgina Nagasaki, en þar fórust
hátt í hundrað þúsund manns. Þessa verður minnst í Japan
í dag.

   Þá er vert að minnast þess að rúm 62 ár eru líðin frá því
að einni vitfirrtustu loftárás síðari heimsstýrjaldar var gerð
á Dresden í Þýzkalandi, undir forystu Bandaríkjamanna.
Árásin var gerð eftir að þýzki herinn hafði í raun lagt niður
vopn. Dresden var nánast lögð í rúst í orðsins fyllstri merk-
ingu. Hundruð þúsunda fórust, mest flóttamenn, konur og
börn. Gífurleg eyðilegging var unnin á sögufrægum bygg-
ingum og menningarverðmætum, en Frúarkirkjan í Dresden
var ein þeirra,  og sem var loks  endurbyggð á s.l ári.

   Bandaríkjamenn hafa framið margan stríðsglæpinn  um
daganna, og komist upp með það. Hafa aldrei þurft að svara
til saka.  Hvers vegna ? ? ?

   Það er gott að þessi bandariski her skuli ekki vera á Íslandi
lengur !!!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Þarft hjá þér Guðmundur að mynna okkur á stríðsglæpi heimsstyrjaldarinnar.Þá voru það Bandaríkjamenn,sem réðu ferðinni að stærstum hluta ,síðan Víet Nam,Afganistan  og Írak.Þá er langvin hlutdeild þeirra í átökum Israel og Palenstínu öllum kunn og víðsvegar um heiminn..Ætli nokkur önnur þjóð hafi skaðað veröldina meira og eru þá Þjóðverjar og Rússar meðtaldir.

Kristján Pétursson, 5.8.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni.

María Kristjánsdóttir, 6.8.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband