Samstarf Framsóknar og Frjálslyndra ?
7.8.2007 | 13:51
Nú þegar hvetibrauðsdagar ríkisstjórnarinnar eru senn
taldir og sumri tekur að halla, fer stjórnmálaumræðan að
fá á sig líflegri blæ. Eitt af því sem vert er að íhuga, er með
hvaða hætti stjórnarandstaðan getur stillt saman stengi
sína gagnvart þeim mikla þingmeirihluta sem ríkisstjórn-
in hefur að baki sér. Fljótt á litið virðist þar helst koma til
greina náið samstarf Framsóknar og Frjálslyndra.
Ákveðin öfl innan Sjálfstæðisflokksins ákváðu það eftir
kosningar að slíta fyrrverandi farsælu stjórnarsamstarfi
við Framsóknarflokkinn til 12 ára, en ganga þess í stað
til samstarfs viðl sósíaldemókratanna í Samfylkingunni.
Þarna gerði Sjálfstæðisflokkurinn mikil mistök, því með
svo löngu og farsælu samstarfi við Framsóknarflokkinn,
var í raun kominn vísir að tveim pólitískum fylkingum í
íslenzkum stjórnmálum, líkt og gerst hefur víðast hvar
á Vesturlöndum. Annars vegar fylking mið-og hægri afla,
svokölluð borgaraleg fylking annars vegar, og svo flokka
til vinstri hins vegar. Skörp skil hefðu þannig myndast í
íslenzkum stjórnmálum, sem kjósendur hefðu svo getað
valið um hverju sinni. Athyglisvert er að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafnaði líka öllu samstarfi við Frjálslyndra, sem hafa
þó ætíð skilgreint sig hægra megin við miðju. Það að taka
Frjálslynda inn í ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfsstæðis-
flokks var sömuleiðis alfarið hafnað af forystusveit Sjálf-
stæðisflokksins. Einstakt tækifæri til að mynda sterka
borgaralega ríkisstjórn til langframa var því glutrað niður
af ákveðum öflum innan Sjálfstæðisflokksins, en þess í
stað mynduð ríkisstjórn með vinstriflokki, Evrópusam-
bandssinnuðum að auki.
Ljóst er að Framsókn og Frjálslyndir ættu að geta náð
vel saman um helstu mál í stjórnarandstöðu, og veitt ríkis-
stjórninni verðugt aðhald. Framsóknarflokkurinn mun á
næstunni taka ýmis stefnumál sín til skoðunar eftir slæm
kosningaúrslit. Afstaðan til kvótakerfisins er þar á meðal,
og ætti Framsókn að nálgast mjög stefnu Frjálslyndra í
þeim málum. Báðir þessir flokkar eru á mið/hægri væng
íslenskra stjórnmála, og ættu því að eiga góðan mögu-
leika á að sækja sameiginlega fram gegn núverandi ríkis-
stjórn. Ekki síst gegn Sjálfstæðisflokknum, sem leitt
hefur nú sósíaldemókrata til vegs og virðingar í dag í
íslenzkum stjórnmálum
Samstarf Framsóknar-og Frjálslyndra við Vinstri-
græna hlýtur hins vegar að verða lítið sem ekkert. Til
þess eru VG einfaldlega allt of langt til vinstri........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Athugasemdir
Gott að þú ert loksins farinn að skilja Guðmundur hvað Frjálslyndi flokkurinn er þýðingarmikill í íslenskum stjórnmálum. Hinsvegar er ég alveg sammála þér að fyrst Sjálfstæðisflokkurinn taldi ekki nægan þingstyrk til að halda áfram með Framsókn, hefði verið sterkt að Frjálslyndir gengju til liðs við þessa tvo flokka. Ég hef ekki trú á að Samfylkingin endist lengi í núverandi stjórnarsamstarfi. Ingibjörg Sólrún er svo mikill tækifærissinni að hún slítur þessu um leið og hún getur komið góðu höggi á samstarfsflokkinn.
Jakob Falur Kristinsson, 8.8.2007 kl. 17:12
Sæll félagi Jakob. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið annað en sterk hagsmunagæsla þeirra fáu og stóru, og hefur ráðið yfir öllu
mið-hægrifylginu. Nú þegar tveir borgarasinnaðir flokkar sem spanna
líka yfir mið-hægri svið íslenzkra stjórnmála eru komnir saman í
í stjórnarandstöðu, eiga þeir í sameiningu að þjarma að Sjálfstæðisflokknum og tæta af honum fylgið. Því á Framsókn og
Frjálslyndir að ganga í PÓLITÍSKT BANDALAG í dag gegn Sjálfstæðisflokknum sem nú hefur leitt sósíaldemókrata til
vegs og virðingar á Íslandi í dag.
Þér er hér með boðið í kaffi félagi Jakob til að ræða málin.
Alveg með ólíkindum að sjálfstæðismenn skulu hafa bjargað
pólitískri framtíð Ingibjargar Sólrúnar, eins og þeir hömuðust
ætíð á henni. Alveg með ólíkindum!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.8.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.