Hvers vegna Lettar ?


    Með fullri virðingu fyrir vinum vorum Lettum er samt erfitt
að skilja hvernig þeir eiga að tengjast vörnum Íslands með
beinum hætti. Um miðjan ágúst fara fram heræfingar á vegum
NATÓ á Íslandi, en 4 NATÓ-þjóðir taka þátt í þeim, Danir,
Norðmenn, Bandaríkjamenn og Lettar. Í ljósi gjörbreyttrar
stöðu  í öryggis-og varnarmálum Íslands hefði mátt ætla  að
öflug herveldi og miklar vinaþjóðir okkar  sem hafa sýnt vörn-
um Íslands áhuga, eins og Þjóðverjar og Frakkar, komi þar
að málum.  En svo er alls ekki !

    Hafa íslenzk stjórnvöld ekkert um það að segja hvaða
þjóðir komi hingað til heræfinga ? Eða, hafa íslenzk stjórn-
völd kannski bara  hreinlega enga skoðun á því ?




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fæstir Íslendingar virðast geta áttað sig á því að aðrar þjóðir hafa ekkert sérlega mikinn áhuga á að sinna okkar varnarmálum. Endar eru þetta okkar varnarmál, ekki þeirra.

Norðmenn og Danir hafa hagsmuna að gæta á Norður Atlantshafi (og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur um að þeir séu alltaf í fullu samræmi við okkar hagsmuni), Lettar þreytast aldrei á að gera eitthvað NATO tengt, enda einsgott að minna Rússana reglulega á að þeir eru meðlimir í bandalaginu.

Hvað hafa Frakkar og Þjóðverjar að græða á því að sjá um varnarmál forríkrar smáþjóðar sem heldur að NATO sé til þess að spara henni varnarkostnað?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Er sammála þér Hans að við þurfum að leggja miklu meira til í
okkar öryggis-og varnarmál en við gerum í dag. Auk þess sem
það tekur tíma hjá of mörgum ísl.stjórnmálamönnum að átta sig
á gjörbreyttum aðstæðum í dag sem kallar á fulla aðkoma okkar
sjálfra að varnarmálum Íslands. Hins vegar verðum við að eiga
góða og TRAUSTA samvinnu við okkar bestu vinaþjóðir, eins og
Norðmenn og Dani sem hafa hagsmuna að gæta á N-Atlantshafi
eins og við. Þjóðverjar eru hins vegar líka í hópi okkar einstöku
vinaþjóða, og eru eitt af öflugustu herveldum NATO. Þeir hafa
lýst yfir áhuga á okkar málum eftir að USA herinn hvarf á braut.
Sú staðreynd að þýzki flugherinn átti næst mesta viðkomu á
Keflavíkurflugvelli áður en USA-herinn fór segir margt. Og að
sjálfsögðu eigum við að skoða slíkan velvilja sem kemur fram
hjá Þjóðverjum og raunar Frökkum líka. Þjóðverjar eru sífellt
að byggja upp sitt sjálftraust eftir seinna stríð og yrðu ánægðir
með að fá að taka þátt t.d í loftvörnum Íslands. Þjóðverjar hafa
reynst okkur Íslendingum afar vel og vinátta við þá er ævaforn.
Þar sem við þurfum að stórefla okkar pólitísku tengsl við Þýzkaland
að mínu mati, sem er t.d eitt af forysturíkjum ESB, gæti sérstakur
loftvarnarsamningur við þá orðið mikilvægt skref á þá átt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.8.2007 kl. 13:44

3 identicon

Ég myndi líka vilja eiga meiri samskipti við Norðurlöndin og Evrópu en tel það nokkuð gagnslaust að líta til þeirra sem verndara.

Hvorki Noregur né Danmörk ráða yfir miklum úthafsflota. Sá norski telur tvær Fritjov Nansen freigátur og eina Oslo freigátu (verða brátt fimm Fridtjov Nansen). Fyrrnefndu freigáturnar eru öflug gegn öðrum skipum og kafbátum en ekki ætlað það hlutverk að styðja aðgerðir á landi. Danir eiga aðeins tvo tundurspilla (Thetis freigáturnar eru frekar varðskip en herskip). Þeir tundurspillar eru að vísu búnir háþróuðum stjórnstöðvum fyrir aðgerðir á landi (auk sjúkraaðstöðu) en eru ekki hannaðir til að bera herlið. Hvorugt ríkið á birgðaskip. M.ö.o veita þau litlu meiri vernd á hafi en Bandaríkjamenn gera nú þegar og eiga erfitt með að styðja landaðgerðir af sjó.

Flutningsgeta flugherjanna er með minna móti. Norðmenn eiga sex Hercules C-130 flutningavélar og Danir fimm. Sumir í undirstöðubúnaði landherjanna er of þungt fyrir þessar vélar (t.d CV90 brynvagninn). Norðmenn eiga ca. 60 F-16 orrustuþotur og Danir ca. 50 (minnir að tölurnar séu 58 og 48, en er ekki viss). Hvorugt landið getur veitt þotum sínum eldsneyti í flugi þannig að þeim yrði aldrei beitt af fullum þunga yfir Íslandi.

Landherir ríkjanna eru fyrst og fremst skipulagðir til varnar eigin landsvæði og mjög háðir varaliði. Ég er ekki fullkomlega klár á danska hernum en sá Norski hefur aðeins eina herdeild (Brigade) sem er full starfhæf án varaliðs.

Í stuttu máli, þau veita okkur litla auka vernd á hafi og í lofti og aðstoð á landi yrði lítil, vanbúin og lengi á leiðinni. Þau ættu erfitt með að koma aðstoð til landsins án nokkurra vikna fyrirvara ef ekki er hægt að halda Keflavíkurflugvelli opnum. 

Reyndar má bæta því við að á árunum eftir stríð var það hugleitt að koma á norrænu varnarbandalagi en þá átti ekki að bjóða Íslandi aðild þar sem okkar aðild hefði kallað á allt öðruvísi uppbyggingu heraflans.

Þýskaland ræður yfir einum af bestu landherjum í heimi en það er ennþá fjær en Norðurlöndin og lítið flotaveldi. Það er því vandséð hvernig þeir færu að því að beita þeim her okkur til varnar.

Sem aðal bandamann þurfum við að eiga land sem er öflugt flota og flugveldi. Bandaríkjamenn bera þar höfuð og herðar yfir aðra en að þeim frátöldum koma ekki aðrir (þ.e. vestræn lýðræðisríki) til greina en Bretar og Frakkar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:28

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er ekki nóg að eiga öflugan bandamann ef honum er EKKI hægt að treysta. Tel að framkoma Bandaríkjamanna með ALGJÖRRI
einhliða ákvörðun sinni að taka allan sinn her af Íslandi án neins
samráðs við íslenzk stjórnvöld hafi skapað mikið trúnaðarbrest í samskiptum þjóðanna. Trúnaðarbrest, sem aldrei verður brúaður.
Og varðandi Bretanna, þá hafa þeir líka gegnum áratugina ekki
verðskuldað okkar trúnað, fyrst með hertöku Íslands og svo öll
þorskastríðin í  framhaldi af því. Þannig að við hljótum nú að líta
í aðrar áttir en til engilsaxa varðandi öryggis-og varnarmál.
Byggja upp sterk pólitíks sambönd (sem taki m.a  til öryggis- og
varnarmála) við Dani, Norðmenn, Þjóðverja og Frakka, auk
þess að vinnna ætíð að góðum samskiptum við RÚSSA á sem
flestum sviðum. Gleymum því ekki, að Rússar hafa aldrei sýnt
okkur annað en vinsemd og virðingu. Kalda-stríðinu er lokið,
og ný heimsmynd tekin við, sem við eigum að takast á við með
reisn sem frjáls og fullvalda þjóð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.8.2007 kl. 21:49

5 identicon

Mér sýnist kaninn reyndar hafa sýnt okkur ótrúlega þolinmæði á orrustuþotutímabilinu. Íslensk stjórnvöld höfðu engin hernaðarleg rök fyrir því að krefjast þess að orrustuþotur væru staðsettar á landinu. Mig grunaði alltaf að það hefði að gera með þyrlusveitina (en hún fylgdi þotunum) en það lítur út fyrir að þotuvitleysan vari þótt að það sé ekki lengur eftir neinu að slægjast. Fyrir mitt leiti var ég mest hissa á að þeir skyldu sýna okkur þessa þolinmæði í 15 ár eftir að Kalda Stríðinu lauk. 

Núna þurfum við ekki annan viðbúnað en við getum komið okkur upp sjálf. Þessar þjóðir gætu e.t.v verið okkur innan  handar um þjálfun og búnaðarkaup en sem hernaðarlegur bandamaður er ekkert sem, í tilviki eyríkis,  kemur í staðin fyrir ofur-flotaveldið Bandaríkin.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:50

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Að sjálfsögðu höfðu íslenzk stjórnvöld herfræðileg rök eins og ÖLL
önnur Nato-ríki að haldið væri uppi loftvörnum í lofthelgi landsins.
Kaninn hugsaði BARA UM SIG, vantaði þessar flugvélar FYRIR  SIG,
og lét þær fara, þrátt fyrir andstöðu íslenzkra stjórnvalda. Sem sýnir, að honum er ALLS EKKI TREYSTANDI fyrir vörnum landsins. 
Íslensk stjórnvöld sýndu þvert á móti ALLT OF MIKLA þolinmæði,
og hefði átt að segja þessu litla sem eftir er af þessum svokallaða
,,varnarsamningi" við USA upp. - Þannig, það getur nánst allt
komið í stað ÓTRAUSTS ,,banadamanns" eins og Bandaríkjanna
varðandi öryggis-og varnarmál Íslands.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.8.2007 kl. 08:32

7 identicon

Orrustuþotur eru nú einu sinni þannig gerðar að þær eru ekki bundnar við einn stað, þær hreyfast. Lofthelgi Íslands má vel verja frá Skotlandi eða Kanada (það er ekki hægt að bera okkur saman við Eystrasaltslöndin þar sem við liggjum ekki beint við lofthelgi Rússlands). 

Þessar fjórar orrustuþotur sem voru hér voru aðeins til skrauts. Svona tæki þurfa gríðarmikinn tíma í viðhaldi fyrir hvern flugtíma og því langt þvi frá öruggt að það væru tvær tiltækar með skömmum fyrirvara.  

Þoturnar sem voru staðsettar hér höfðu fyrst og fremst það markmið að fljúga í veg fyrir rússneskar þotur á leið til Bandaríkjanna.

Það sem við fengum út úr þessum samningi var miklu frekar varinn flugvöllur sem gat tekið allar stærstu flutningavélar bandaríska flughersins og gerði það miklu auðveldara að bregðast við ógn sem kynni að birtast skyndilega. Auk þess sem að viðvera bandarísks herliðs hafði fælingargildi.

Það sem við þurfum að koma okkur upp fyrst er viðbúnaður á vellinum. Nóg komið af þessari orrustuþotuþvælu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband