Hvar er evrukórinn nú ?


  Það er afar athyglisvert að meðan helstu seðlabankar
heims þurfa að hlaupa til handa og fóta til að verja sín
gengi og peningamarkði, skuli Seðlabanki Íslands með
sína ÍSLENZKU KRÓNU ekki þurfa að grípa til neinna
aðgerða. Þannig varð Seðlabanki Evrópu að leggja
bönkum  á evrusvæðinu 61 milljarð evra í morgun til
viðbótar við þá 95 milljarða evra, sem bankinn lagði
til í gær.

   Hvar er nú evrukórinn ?  Kórinn sem hefur súngið
það sí og æ hverslu íslenzka krónan væri gjörónýt
mýnt, og allt það fram eftir götunum.

  Ekki verður annað séð en íslenzka krónan standi
sig bara  furðu vel miðað við þann ólgusjó sem nú
gerist á alþjóðlegum peningamörkuðum. Og það
án hjálpar eða aðgerða Seðlabankans !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þeir eru ekki að verja evruna sem slíka, enda er hún aðeins um einu prósenti neðan við sögulegan topp gagnvart dollar, heldur frekar hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði.

Seðlabankinn hérna er brandari og er með um 140 milljarða í gjaldeyrisvarasjóði (skattgreiðendur urðu að slá fyrir hann erlent lán upp á 90 milljarða sl. haust) á meðan td. erlendar skammtímaskuldir hagkerfisins eru upp á amk. 1000 milljarða. Hann þarf því lágmark að bæta 300-400 milljörðum við gjaldeyrisvarasjóðinn en engin leið er fyrir ríkið (skattgreiðendur) að slá slíkar fjárhæðir og því er íslenska ríkið í raun gjaldþrota og það og seðlabankinn algjörlega upp á náð og miskunn gjaldeyrisbraskara komin.

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 13:40

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skv frétt RÚV segir orðrétt. ,,Seðlabankar víðsvegar um heiminn hafa
reynt að bregðast við ástandinu. Ýmist með því að veita fé inn á
markaði, EÐA MEÐ ÞVÍ AÐ SELJA DOLLARA TIL AÐ STYRKJA EIGIN
GJALDMIÐLA."

Auðvitað er hér verið að syrkja viðkomandi gjaldmiðla og þá
jafnframt fjármálamarkaðina. Evran er það ekki undanskilin fremur
en aðrir gjaldmiðlar.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.8.2007 kl. 13:56

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ætli við séum nú búin að sjá til botns í þeim bikar og ég mundi nú frekar vilja eiga evrur en krónur núna, svo mikið er víst. En Bubbi kóngur sér væntanlega eitthvað gott útúr þessu, hann er vanastur því...og fíflin elta, gapandi af aðdáun...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.8.2007 kl. 14:20

4 identicon

All athyglisverð grein, sem sem skrifuð er á degi sem Íslenzka krónan er nánast í frjálsu falli.

Ég hlakka til að lesa blogg pistil frá þér Guðmundur Jónas, daginn sem krónu og jöklabréfin verða innleyst með látum.

Það gæti farið svo að þú settir Evru-kórinn á fóninn hjá þér og syngir jafnvel með.

Hösk. Hösk.

Höskuldur Höskuldsson (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 15:09

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það er alveg ljóst að við hefðum aldrei getað staðið í jafn miklum
stórframkvæmdum  á s.l árum og búið til jafn mikinn hagvöxt og
raun ber vitni með föstu gengi evru. Evra tæki EKKERT tillit til
efnahagslegra aðstæðna á Íslandi, eins og krónan gerir.
Með svokölluð jöklabréf. Það er rétt að þau hafa skapað vissa
hættu. En til vara, hafandi sjálfstæðan gjaldmiðil, gætu íslenzk
stjórnvöld gripið þar inn í  ef eitthvað neyðarástand skapaðist.
Það gætum við ekki værum við bundnir evru.  

Þannig að evrukórinn getur alveg  haldið áfram að syngja með sinni fölsku rödd ! Bara hundleiðinlegt að þurfa að hlusta á þetta
garg og spangól sí og æ....................

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.8.2007 kl. 16:43

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér er nú nær að halda Guðmundur minn að það sé eitthvað að tóneyranu þínu, mér finnst fleiri og fleiri lagvissir sem vit hafa á hlutunum ganga í Evrukórinn. Og það skalti sjá að við verðum ekki dauðir þegar hér verður kominn evra...ég skal hnippa í þig...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.8.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband