Yfirlýsing ráðherra stangast á við hershöfðingjann
13.8.2007 | 21:16
Sem kunnugt er hefur ríkt allsherjar klúður um framtíð
ratsjárstöðvana á Íslandi. Utanríkisráðherra hefur aug-
ljóslega ekki unnið heimavinnu sína, og í gær kom svo
forstætisráðherra fram í fjölmiðlum og reyndi að verja
aðgerðarleysi utanríkisráðherra. Þar vildi forsætisráð-
herra kenna Bandaríkjamönnum um að ekki væri búið
að afgreiða málið nú þegar Íslendingar eiga að yfirtaka
reksturinn 15 ágúst n.k
Hér hefur verið haldið fram að slóðaháttur utanríkis-
ráðherra væri hér aðal orsakavaldur. Í dag kom svo
merk yfirlýsing frá William T. Hobbins, sem er hershöfð-
ingi bandariska flughersins í Evrópu, en hann er hér
staddur vegna heræfinga Nato hér á landi. Talandi um
varnarmál Íslands og að þau yrðu rædd innan Nato
á næstunni sagði Hobbins ,, ÍSLENZK STJÓRNVÖLD
ÞURFA AÐ ÁKVEÐA FRAMTÍÐ RATSJÁRSTÖÐVANA" sbr
frétt hér á Mbl. is.
Þannig, hershöfðingi bandariska flughersins í Evrópu
segir það standa á íslenzkum stjórnvöldum að ákveða
framtíð ratsjárstöðvana, gagnstætt því sem forsætisráð-
herra hefur sagt til að verja aðgerðarleysi utanríkisráð-
herra í þessu máli.
Er nokkuð að furða að dómsmálaráðherra vilji taka
málefni loftvarna á Íslandi úr höndum utanríkisráðherra?
Dómsmálaráðherra virðist sjá það sem forsætisráðherra
virðist ekki vilja sjá.........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.8.2007 kl. 00:24 | Facebook
Athugasemdir
Starfsvettvangur radsjárstöðvanna hefur hingað til og verður áfram rekinn í fullu samráði við yfirherstjórn NATO ríkja.Við erum ekki að falla á neinum tíma,viðræður við Bandaríkjamenn og önnur NATO ríki er í gangi.
Eins og kunnugt er hafa Íslendingar aldrei þurft að greiða neitt fyrir varnarmál.Það vekur því furðu mína að þegar við loks þurfum að axla þá ábyrgð sem fullvalda ríki að greiða fyrir þáttöku okkar í varnarsamstarfi við önnur NATO ríki,væla VG og reyndar fleiri að Ísl.þurfi að greiða 1 - 2 miljarða á ári.
Kristján Pétursson, 13.8.2007 kl. 22:38
Já þetta mál virðist óttalega vandræðalegt og verulega kjánalegar yfirlýsingar sitt á hvað .
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.8.2007 kl. 00:07
Bara að minna þig aftur á að Valgerður Sverrisdóttir sat á þessu máli í um það bil 240 daga eftir að samkomulagið var gert við USA og kom engu í verk. Hún meira að segja gleymdi að láta einhverja hugsa um húsin upp á Velli samanbera skemmdirnar sem urðu þar síðasta vetur. Bendi á frábæra samantekt Andrésar Magnússonar um þetta mál hér http://andres.blog.is/blog/andres/entry/284428/
Ingibjörg er búin að vera utanríkisráðherra í 80 daga. Það er svo ekki hennar verk að taka einhliða ákvörðun um þetta kerfi. Við búum í lýðræðisríki. Þetta er væntanlega unnið af sérfræðingum um varnarmál og þarf að verða samkomulag um hvað við viljum fá út úr þessu kerfi. Sé ekki að máli skipti þó við tökum tíma í að ákveða það. Síðustu ríkisstjón fannst auðsjáanlega að ekkert lægi á. Og ég held að enginn ráðist á okkur hér á næstunni. Þetta kerfi finnur ekki hriðjuverkamenn! Og það er engin þjóð sem eru svarnir andstæðingar okkar!
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.8.2007 kl. 01:27
Magnús. Mjög hratt og skipulega var unnið að þessu máli hjá
Valgerði, og var hún meir að segj búnin að móta frumvarp um
Ratsjárkerfið, en ekki tókst að afgreiða það fyrir kosningar því
sjálfstæðismenn vildu skoða þetta nánar. Eftir kosningar virðist
EKKERT hafa gerst í málinu, og það er mjög gagnrýnisvert.
Það að aðstoðamaður Ingibjargar skuli segja það í Fréttablaðinu í
dag að það ,,þurfi að samþætta kerfið sambærilegum kerfum í
Evrópu. Það geti tekið einhverjar vikur". - Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta ekki verið gert NÚNA? Og bandariskur
hershöfðingi flugherja USA í Evrópu segir það standa á Íslendingum að ákveða sig um framtíð kerfisins.
Þannig að öll spjót berast að utanríkisráðherra, sem virðist
vera með hugann allt annars staðar en að sinna íslenzkum
varnar-og öryggismálum, sem er MJÖG alvarlegt mál og algerlega
ÓSÆTTANLEGT.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.8.2007 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.