Átakanleg sjón
14.8.2007 | 20:22
Það var átakanleg sjón að horfa upp þann fámenna
hóp sem kalla sig hernaðarandstæðinga mótmæla
fyrir framan NORSKA og DANSKA sendiráðið í dag. Ennþá
átaknlegra var að sjá að í þessum fámenna hópi mót-
mælanda var nær öll forystusveit Vinstri-græna saman
komin með formanninn sjálfan í broddi fylkingar. Mót-
mæliin beindust m.a að því að þessar helstu vina og
bræðraþjóðir Íslendinga taka nú þátt í heræfingum
Nato til að tryggja öryggi og fullveldi Íslands á friðar
sem ófriðar tímum.
Hvað ætli flokksmenn systurflokks Vinstri-grænna
í Noregi hugsi er þeir sjá forystusveit systurflokks
þeirra uppi á Íslandi haga sér með jafn óábyrgum
hætti og þarna var gert ? Svo vill til að systurflokkur
Vinstri-grænna í Noregi er í svokallaðri vinstristjórn
sem stendur fyrir einni mestu hernaðaruppbyggingu
Noregs á friðartímum. Hvers vegna skyldu nú þeir
gera það?
Framferði Vinstri grænna í varnar-og öryggismálum
þjóðarinnar er ótrúlega ábyrgðarlaust og á ekkert sitt
líkt. Hvergi á byggðu bóli er að finna stjórnmálaflokk
sem vill að land sitt sé berskjaldað og varnarlaust,
í jafn ótryggum og viðsjárverðum heimi og við lífum í.
Ekki nema þá örugustu anarkista, sem bera ekki
virðingu fyrir neinu. Frá þjóðlegu sjónarmiði séð er
hér beinlínis um hættulega stjórnmálahreyfingu að
ræða, sem á að útiloka frá allri aðkomu að stjórn
landsins eins og kostur er.
Framsóknarflokkur og Frjálslyndir gefst kostur á í
haust er þing kemur saman, að sýna í verki að sam-
vinna eða samstarf við slíkan óábyrgan öfgaflokk til
vinstri komi ekki til greina...
Það verður vel fylgst með því !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Anarkismi er það og anarkismi skal það heita
Gestur Guðjónsson, 14.8.2007 kl. 23:13
Satt Gestur. Verð fyrir fyrir miklum vonbrigðum með Framsóknarflokkinn ef hann ætlar að eiga einhverja samvinnu eða samskipti við róttæklingana í VG. Framsókn og Frjálslyndir eiga hins vegar að eiga gott og öflugt samstarf í stjórnarandstöðinni.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.