Menningarnótt misnotuð í pólitískum tilgangi


   Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að  Samtök hernaðar-
andstæðinga standa fyrir Róttæklingarölti á menningarnótt.
Haft er eftir Stefáni Pálssyni róttæklingi að ,,þetta verði engin
smáræðisganga." Hann segir að ,,við leggjum af stað frá Iðnó
og prjónum okkur gegnum miðbæinn, staðnæmust þar sem
fræg áttök hafa átt sér stað eða mótmæli þar sem hefur 
skorið í brýnu við lögreglu." Þá klingir Stefán Pállsson rót-
tæklingur, hernaðarandstæðingur og Vinstri-grænn út með
því að segja að ,,það væri óvæntur bónus ef löggan lumbrar
á okkur eða sprautar á okkur táragasi."

  Þótt ekki eigi að taka svona póitíska  rugludalla alvarlega,
er hins vegar orðið umhugsunarvert ef ekki sé orðið hægt að
efna til almennra hátíða, eins og Menningarnótt í Reykjavík
er orðin, án þess að fámennir hópar eins og vinstrisinnaðir
róttæklingar, ætli að misnota hana í pólitískum tilgangi.

    Veit  að hinn almenni borgarbúi kærir sig ALLS EKKI  um 
slíkt, og ætlast til þess AÐ SLÍKT VERÐI EKKI LIÐIÐ!!! 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vissulega mætti ætla þetta grín. En, því miðu er það ekki svo, sbr
Fréttablaðið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2007 kl. 13:13

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Greinilega ALLS EKKI Eyjólfur

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Finnst þér ekki bara að það ætti að banna þetta fólk yfirlett?

María Kristjánsdóttir, 15.8.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Mér finnst það hámark ósvifninar að fara að blanda póltiskum áróðri
inn í almenna hátíð borgaranna eins og Menningarnótt. Gjörsamlega
óviðunandi og tillitsleysi gagnvart okkur borgarbúum. Þetta er sú
menningarhátíð sem við viljum halda utan við hverskyns pólitískar
uppákomur. En þið þessir vinstrisinnuðu rótttæklingar skiljið það
ekki. Hingað til hefur Menningarnótt verið laus við pólitískan áróður,
en nú á að  breyta því. Jú, það á að banna !Og það rækilega !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband