Léttvægar mótbárur
17.8.2007 | 11:02
Í Mbl.is í dag segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur, að
óskynsamlegt sé að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vest-
fjörðum, vegna hættu sem olíuskipum getur stafað af
hafís á siglingaleiðum úti fyrir Vestfjörðum.
Þetta er alveg rétt hjá Páli. Hins vegar mun bygging
olíuhreinsunarstöðvar engu máli skipta um þessar sigl-
ingar. Þær verða hvort sem er, bæði austan-og vestan
Íslands. Og munu stóraukast í framtíðinni, hvort sem
okkur líkar það betur eða verr. Hins vegar ef olíuhreins-
unarstöð yrði byggð á Vestfjörðum myndi henni fylgja
miklu meira eftirlit og varúðarráðstafanir með þessum
siglingum af hálfu Íslendinga en ella hefði orðið. Öflugir
dráttarbátar yrðu þá staðsettir á Vestfjörðum, Land-
helgisgæslan yrði stórefld með tilliti til þessara siglinga.
Þannig, ef eitthvað væri myndi hættan af þessum sigling-
um minnka með tilkomu slíkrar stöðvar á Vestfjörðum,
en ekki aukast.
Varðandi mengunina hefur komið fram, að þörf
slíkrar stöðvar fyrir raforku er 15MW og krefst því
ekki virkjana, og losun úrgangsefna yrði langt frá
því sem fylgir annari stóriðju í landinu, eins og ál-
verksmiðju. Nýtísku olíuhreinsunarstöðvar menga
það lítið að þær eru þess vegna reistar í greind
við þorp og bæi að sögn Ólafs Egilssonar, sem er
einn af talsmönnum þessara framkvæmda. Þá hefur
komið fram að olía og bensín frá þessari stöð yrði
það vel hreinsuð að það myndi menga mun minna
en það eldsneyti sem við notum í dag.
Þannig að mótbárur andstæðinga byggingu olíu-
hreinsunarstöðvar á Vestfjörðum eru léttvægar. Svo
má ekki gleyma því, að verði hún ekki byggð á Íslandi,
verður hún engu að síður byggð og þá bara annars
staðar með tilheyrandi jákvæðum efnahagsáhrifum
fyrir viðkomandi svæði...............
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.