Vestfirðingar hafi forgang


  Í Fréttablaðinu í dag segir Ragnar Jörundsson bæjarstjóri
í Vesturbyggð ,, það er einkennilegt ef þeir sem  séu búnir
að sækja um losunarheimildir séu komnir í forgang þegar
byggðarmál á Vestfjörðum séu jafn slæmu ástandi og raun
ber vitni. Ég vil að olíuhreinsunarstöð hafi forgang á annað.
Þarna er nýtt tækifæri sem myndi bjarga heilu byggðarlagi.
Ég græt það ekki þó eitt álver þurfi að frestast eitthvað þar
sem þéttbýli er og mikil þennsla. Við erum með kjöraðstæður
á Vestfjörðum til þess að gera eitthvað af þessu tagi."

  Sem kunnugt er sá umhverfisráðherra öll tormerki á því
að þessi olíuhreinsistöð yrði reist, þar sem hún rúmaðist
ekki innan losunarheimilda Íslands á gróðurhúsalofttegund-
um. Þesu hefur Ólafur Egilsson einn af talsmönnum stöðvar-
innar mótmælt og í Fréttablaðinu í dag kemur fram að hann
hafi óskað eftir fundi með umhverfisráðherra til að ræða þau
mál. Í fréttum RÚV í gær sagði Hafsteinn Helgason hjá Línu-
hönnun ,,tækninni fleygja fram og útblástur frá nýjustu olíu-
hreinsistöðvum minnki stöðugt."

  Ljóst er er að sterk öfl innan Samfylkingarinnar ætla sér
að koma í veg fyrir þetta þjóðþrifamál með öllum ráðum.
Þar sem hér er um  svo gríðarlegt hagsmunamál að ræða 
fyrir vestfirskt samfélag og þjóðina í heild verða slíkum aftur-
haldsöflum einfaldlega ekki líðið það. - Stórpólitísk átök um
mál þetta virðist því vera í uppsiglingu....  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband