Ráðherranir þaga yfir merkum upplýsingum
23.8.2007 | 14:59
Eins og kunnugt er tala umhverfis- og iðnaðarráðherra
mjög á móti byggingu olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum,
og segja hana m.a ekki falla undir Kyoto-samkomulagið.
Bent hefur þó verið á að rekstur slíkrar söðvar snerti ekki
stóriðjukvóta Íslands skv. Kyoto-samkomulaginu heldur
almenna kvótann sem hvergi nærri er fullnýttur.
Í Viðskipablaðinu í dag er fjallað um þessi mál og þar
segir.:
,, Um almennt útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur
Evrópusambandið sett á fót kvótakverfi með sérstakri
tilskipun og hafa íslensk stjórnvöld staðið í viðræðum við
framkvæmdastjórn sambandsins um upptöku tilskipunar-
innar í íslensk lög til þess að sambærileg ákvæði gildi hér
á landi og í ESB. Undir tilskipunina falla orkufyrirtæki sem
nýta olíu, kol og jarðgas til orkuframleiðslu auk nokkurra
annara fyrirtækjaflokka. Eins og er falla nánast engin
íslensk fyrirtæki undir tilskipunina en ljóst virðist að ákvæði
hennar myndu ná yfir útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá
nýrri olíuhreinsistöð. Í tilskipuninni er gert ráð fyrir því að
unnt sé að stofna ný fyrirtæki og að þau fái úthlutað út-
streymiskvóta ÁN ENDURGJALDS að mestu í samræmi við
SÍNAR ÞARFIR. ESB bannar ekki fjárfestingar í nýjum fyrir-
tækjum OG LJÓST AÐ ÍSLENSK STJÓRNVÖLD MUNU EIGA
ÓHÆGT UM VIK AÐ KOMA SLÍKU BANNI FRAM Í ANDSTÖÐU
VIÐ ÁKVÆÐI SEM GILDA Á EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐINU
AÐ ÞvÍ GEFNU AÐ ÁKVÆÐI LAGA SÉU UPPFYLLT AÐ ÖÐRU
LEYTI. Búast má við að smá saman verði fyrirtækjum sem
undir tilskipunina falla gert að draga úr útstreymi, en ef
það ekki tekst geta fyrirtækin aflað sér viðbótarheimilda á
markaði.
Annað mál er að útstreymi frá olíhreinsunarstöð og annri
efnahagsstarfsemi hér á landi getur orðið meira en samræm-
ist þeim skuldbindingum sem stjórnvöld hafa gengist undir
skv. svokallaðri Kyotobókun við Loftlagssamning S.Þ. En
stjórnvöld hafa ýmis ráð til að bregðast við því til dæmis með
svokölluðum sveigjanleikaákvæðum þar sem m.a verkefni í
þróunarríkjum geta nýst til að draga úr nettóútstreymi á
landinu og hjálpa þannig til að uppfylla skuldbindingar skv.
samningnum. Mörg Evrópuríki hafa þegar nýtt sér þessi
sveigjanleikaákvæði og munu gera það í auknu mæli á
næstu árum."
Svo mörg eru þau orð. Spurningin er hvers vegna þaga
ráðherrar umhverfis- og iðnaðarmála yfir þessum merku
upplýsingum ? Af því það hentar ekki þeirra málstað í því
að koma í veg fyrir byggingu olíuhreinsistöðvar með öllum
tiltækum ráðum !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.