Þjóðverjar komi að loftvörnum Íslands


   Eftir að NATO hefur nú samþykkt að koma að eftirliti
með lofthelgi Íslands, á eftir að útfæra það eftirlit nánar,
og ákveða hvaða NATO-ríki komi þar að máli. Fyrir liggur
að bæði Norðmenn og Danir eru tilbúnir að koma og taka
þar þátt. Í maí s.l fóru fram viðræður við Þjóðverja, en þeir
sýndu þá áhuga að koma að t.d loftvörnum Íslands. Sú
staðreynd, að þýzkar herflugvélar komu næst mest til
millilendinga af herflugvélum á Keflavíkurflugvelli, áður
en bandariski herinn fór af landi brott, hlýtur því að vega
þungt nú þegar kemur að því hvaða þjóðir munu taka
þátt í eftirliti Nato með lofthelgi Íslands.

   Megum ekki gleyma að Þýzkaland er eitt öflugasta her-
veldi Nato, auk þess að vera eitt af forysturíkjum ESB.
Þá hafa Íslendingar og Þjóðverjar ætíð haft með sér æva-
forna vináttu og sterk menningarleg tengsl. Þau tengsl
þurfa að eflast verulega í náinni framtíð, og þá ekki síst
á hinu pólitíska sviði. - Aðkoma Þjóðverja að loftvörnum
Íslands yrði því mjög mikilvægt skref í þá átt....



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband