Hvað er að gerast í Kaupmannahöfn ?


    Hálft ár er síðan miðstöð ungra anarkista og vinstrisinnaðra
róttæklinga var rifin. Miklar óeirðir urðu í kjölfarið kringum Nörre-
bro, og var svæðið eins og vígvöllur marga daga á eftir.  Það
sama virðist ætla að endurtaka sig nú. Í gærkvöldi fóru um
1000 uppvöðsluseggir um Nörrebro og svæðið í kring þar sem
þeir kvektu elda, brutu rúður og rændu verslanir. Það sama
virðist eiga að endurtaka sig í kvöld. Vitað er að þó nokkur
hluti þessa skríls kemur frá öðrum ríkjum Evrópu.

   Íbúar svæðisins og atvinnurekendur kvarta sáran undan
ástandinu og segja það með öllu óþolandi lengur. Þeir
krefjast stórhertra aðgerða lögreglu, sem einhverra hluta
vegna virðist vegra sig við að taka málið föstum tökum.
Það að ráða ekki við 1000 manna skríl kemur manni til að
spyrja hvað sé eiginlega að gerast í Kaupmannahöfn ?
Þetta er með ólíkindum að svona skuli geta átt sér stað
í jafn stórri borg og Kaupmannahöfn! Og það dag eftir
dag og misseri eftir misseri.

   Atvinnumótmæli hvers konar eru orðin þekkt fyrirbæri,
sem aðallega eru stunduð af hópum stjórnleysingja og
vinstrisinnuðum róttæklingum. Við Íslendingar höfum
aðeins kynnst þessu fyrirbæri undir öfugmælinu Saving
Iceland. Það var líka með ólíkindum hversu slakt var
tekið á þeim hópi hérlendis, sem fekk að þverbrjóta
íslenzk lög og reglur auk skemmdarverka svo vikum
skipti. Mesta athygli vakti þó stuðningur ákveðinna
vinstrisinna við þennan erlenda ruslaralýð nú í sumar.
Vinstrisinna,  sem vilja þó láta taka sig alvarlega í
íslenzkum stjórnmálum, en hafa nú m.a  með afstöðu 
sinni til lögbrjótana í sumar,   fyrirgert því.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband