Leyniþjónustur sanna gildi sitt !


    Fréttir frá Danmörku herma að danska leyniþjónustan
PET hafi komið upp um hryðjuverk. Menn af erlendum
uppruna hafi verið að leggja á ráðin um hryðjuverk, en
menn þessir tengjast alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum,
þar á meðal hinum illræmdu  al-Qaida.

  Í baráttunni gegn hryðjuverkum og alþjóðlegri glæpa-
starfsemi,  eru það nær undantekningarlaust leyniþjón-
ustur viðkomandi landa sem koma upp um áform um
hryðjuverk, og hafa í fjölmörgum málum komið í veg
fyrir að þúsundir saklaustra borgara hafi verið drepnir
eða limlestir síðustu árin. Þess vegna kappkosta öll ríki
til að halda uppi öflugri leyniþjónustu, ekki bara vegna
öryggi ríkisins, heldur og  ekki  hvað  síst  til  að verja
borgarana  fyrir hverskyns vá og glæpum , eins og dæmið 
sannar frá Danmörku í dag.

   Í þessu sambandi er vert að minna á umræðuna hér á
landi þegar fyrrverandi ríkisstjórn kom á fót sérstakri
greiningardeild hjá Ríkislögreglustjóra. Henni er einmitt
falið það verkefni að tryggja öryggi ríkis og þegna og
hafa eftirlit með hryðjuverkum. Þá hrópuðu margir vinstri-
sinnar, þar á meðal einn af núverandi ráðherrum Sam-
fylkingar, að verið væri að koma á fót leyniþjónustu á
Íslandi. Eins og það væri svo voðalegur voðalegur glæpur!

   Er ekki tími til kominn að ekki verði hlustað lengur á orða-
gjálfur örfárra vinstrisinnaðra rugludalla, og að greiningar-
deildin fái hið formlega heiti og hlutverk sem Leyniþjónusta
Íslands ? Eða, í hvaða allt öðrum heimi og við hverjar allt 
aðrar kringumstæður búa Íslendingar miðað við allar aðrar
þjóðir í öryggislegu tilliti  ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Guðmundur

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband