Danskir hermenn í óbyggðum Íslands - gott mál !


   Í frétt á Mbl.is er sagt frá því að hópur danskra
hermanna hafi komið með ferjunni Norrænu í morgun.
Með í för höfðu þeir forláta opna torfærubíla til að
æfa sig í akstri í óbyggðum á hállendi Íslands næsta
hálfa mánuðinn. Íslendingar munu vera með í för
Dönunum til leiðsagnar.

  Það  er afar ánægjulegt að samstarf Íslendinga
við sína nágranna og vinarþjóðir  í öryggis- og
varnarmálum skulu stöðugt vera að styrkjast og
taka á sig skýrari mynd. Íslendingar þurfa á næstu
árum að stórauka aðkomu sína að eigin vörnum,
eins og sérhverri sjálfstæðri og fullvalda þjóð sæmir.
Þá er gott að eiga að góða vini, því taka mun sinn
tíma fyrir Íslendinga að aðlagast gjörbreyttum að-
stæðum í því að taka á sig fulla ábyrgð á sínum
öryggis- og varnarmálum. - Og þótt fyrr hefði verið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband